Borð, stólar, börn og belja : minningar um farskóla í Skagafirði á 20. öld

Rannsókn þessi er meistaraprófsverkefni til M.Ed-prófs í menntunarfræði við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni rannsóknarinnar er farskólahald í Skagafirði á 20. öld, en farskóli var það menntakerfi sem var ráðandi í dreifbýli á fyrri hluta 20. aldar, sérstaklega á þeim svæðum sem samgö...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Inga Katrín D. Magnúsdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25212
Description
Summary:Rannsókn þessi er meistaraprófsverkefni til M.Ed-prófs í menntunarfræði við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni rannsóknarinnar er farskólahald í Skagafirði á 20. öld, en farskóli var það menntakerfi sem var ráðandi í dreifbýli á fyrri hluta 20. aldar, sérstaklega á þeim svæðum sem samgöngur voru erfiðar og börn höfðu ekki tök á að ganga í fasta barnaskóla. Í farskólum fóru nemendur og kennari á milli bæja innan hreppa og dvöldu þar á meðan kennsla fór fram, en misjafnt var hversu lengi farskólinn hélt til á hverjum bæ. Rannsóknin byggir m.a. á viðtölum við átta viðmælendur sem allir gengu í farskóla í Skagafirði. Markmið rannsóknarinnar er að taka saman og setja í samhengi minningar um farskólagöngu, en þær frásagnir eru ómetanlegar heimildir um umhverfi og aðbúnað í farskólunum. Tiltölulega lítið hefur verið skrifað um þetta efni og brýnt að bæta úr því, þar sem fyrrum nemendum farskólanna fækkar ört. Frásagnir heimildarmanna benda til að þó að kennsla hafi víðast verið með svipuðu sniði voru kennslu- og dvalaraðstæður með ýmsu móti. Farskólagangan virðist alla jafnan hafa verið mjög glaðlegur tími og viðmælendur búa yfir góðum minningum frá bernskuárunum. Á því tímabili sem viðmælendur gengu í farskóla, þ.e. á árunum 1938–1976 virðast fáar breytingar hafa átt sér stað þegar kemur að rekstri farskólanna í Skagafirði. Kennsluaðstæður fóru þó að einhverju leyti batnandi með breyttum húsakynnum og tækninýjungum. This study is a final assignment for a M.Ed degree in Education from the University of Akureyri. The topic of the thesis is a school system that was dominant in rural Iceland in the first half of the 20th century. The school, which was called „mobile-school“, would move from one farm to another and students would gather there for a certain period of time for instruction. Often the schoolchildren would stay at one farm for two weeks, then return home for two weeks etc. The school would go between those farms which had enough space to house the operation and provide shelter for the teacher and ...