Brotthvarf í framhaldsskólum : samantekt á rannsóknum

Brotthvarf hefur verið í umræðunni um áratugaskeið erlendis en umræðan hefur aukist á Íslandi síðastliðin ár. Brotthvarf er kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið í heild sinni og því mikilvægt að draga úr því. Markmið verkefnisins var að taka saman helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi á bro...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Eyfeld Unnardóttir 1983-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25206
Description
Summary:Brotthvarf hefur verið í umræðunni um áratugaskeið erlendis en umræðan hefur aukist á Íslandi síðastliðin ár. Brotthvarf er kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið í heild sinni og því mikilvægt að draga úr því. Markmið verkefnisins var að taka saman helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi á brotthvarfi ásamt því að skoða erlendar rannsóknir, ástæður og hvað er hægt að gera til að sporna við brotthvarfinu. Brotthvarf er flókið ferli og gerist yfir langan tíma. Meginástæður fyrir brotthvarfi má flokka í stærri flokka út frá lýðfræðilegum, fjölskyldutengdum, jafningjatengdum og skólatengdum þáttum ásamt hagfræðilegum og einstaklingsbundnum þáttum. Drengir falla frekar frá námi heldur en stúlkur, að tilheyra minnihlutahópi felur í sér aukna áhættu á brotthvarfi ásamt slæmum félags– og hagfræðilegum aðstæðum. Rannsóknum hér á landi og erlendis ber nokkuð saman um ákveðin einkenni sem eru sameiginleg með brotthvarfshópnum.Ýmis úrræði hafa verið hönnuð með það að markmiði að sporna við brotthvarfinu með misgóðum árangri. Það er ljóst að það þarf að beita markvissum og fjölþættum aðgerðum til að draga úr brotthvarfi hér á landi til að ná því markmiði að brotthvarf verði undir 10% árið 2020. Dropout have been in the mainstream discussion for the past years abroad but the discussion about dropout have increasd the past few year in Iceland. Dropout is costly for the society as whole and therefore it is important to decrease it. The aim of this study was to summarize studies that have been written about the matter in Iceland and abroad, reasons for dropout and what can be done about it. Dropout is a complicated process that occurs over long period of time. Main reasons for dropout can be categorized to main themes connected to demographical, family, peer and school related factors along with economic and individual related factors. Boys tend to dropout over girls, to be of a minority group is a risk factor along with poor socioeconomic status. Results of this review indicate that dropouts as a group has ceratin ...