Samstarfsverkefni um innleiðingu á lærdómssamfélagi : ávinningur í tveimur grunnskólum

Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn sem beindist að ávinningi af þátttöku stjórnenda í tveimur grunnskólum á Akureyri, í samstarfsverkefni miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og skóladeildar Akureyrar um innleiðingu lærdómssamfélags. Kannað var hvernig þátttakan nýttist stjórnendum t...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Maríanna Kristín Ragnarsdóttir 1971-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25171
Description
Summary:Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn sem beindist að ávinningi af þátttöku stjórnenda í tveimur grunnskólum á Akureyri, í samstarfsverkefni miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og skóladeildar Akureyrar um innleiðingu lærdómssamfélags. Kannað var hvernig þátttakan nýttist stjórnendum til að efla eigin forystu og stuðning við skóla- og starfsþróun í skólasamfélagi sem stefnir í átt að lærdómssamfélagi. Einnig var metið hvar skólarnir tveir væru staddir við innleiðingu á lærdómssamfélagi. Megin rannsóknarspurningarnar voru: • Hvernig hafa stjórnendur í tveimur grunnskólum nýtt sér samstarfsverkefni miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og skóladeildar Akureyrar við innleiðingu á lærdómssamfélagi? • Hvernig hefur samstarf innan stjórnendateyma sömu grunnskóla eflt stjórnendur sem forystumenn í skóla- og starfsþróun í sínum skólum til að færa skólasamfélagið í átt að lærdómssamfélagi? • Hvar eru skólarnir staddir í þróunarferlinu í átt til lærdómssamfélags? Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn og voru þátttakendurnir í rannsókninni valdir með tilgangsúrtaki þannig að þeir féllu vel að markmiðum og tilgangi rannsóknarinnar. Gagna var aflað með einstaklingsviðtölum, rýnihópsviðtölum, vettvangsathugunum og með greiningu skjala um endur- og símenntunaráætlun skólanna. Einnig var matstæki fyrir lærdómssamfélag lagt fyrir þátttakendur í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stjórnendur beggja skólanna hafi nýtt sér samstarfsverkefnið til eigin starfsþróunar, við innleiðingu á lærdómssamfélagi og í vinnu með starfsfólki við að efla skóla- og starfsþróun. Þeir nálguðust viðfangsefnið með ólíkum hætti en nýttu hugmyndafræði lærdómssamfélagsins um forystu í skólastarfi, gildi og sýn, faglegt samstarf, starfsþróun, menningu og skipulag starfs. Niðurstöður benda til þess að skólarnir séu komnir vel á veg við innleiðingu lærdómssamfélaga í starfinu. Fram kemur að helstu hindranir við innleiðingu lærdómssamfélags í skóla tengjast sameiginlegri skilgreiningu og sýn ...