"Kalt á toppnum" : hvaða þættir valda kulnun í starfi mannauðsstjóra/starfsmannastjóra á Íslandi?

Í þessari ritgerð er leitast við að greina hvaða þættir valda kulnun í starfi mannauðsstjóra/starfsmannastjóra á Íslandi. Farið er yfir sögu hugtaksins kulnun (e. burnout) og eins er farið yfir hvað mannauðsstjóri er og hvað sé ætlast til af þeim sem bera þann titil. Þeir þættir sem valda kulnun eru...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir 1977-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25164
Description
Summary:Í þessari ritgerð er leitast við að greina hvaða þættir valda kulnun í starfi mannauðsstjóra/starfsmannastjóra á Íslandi. Farið er yfir sögu hugtaksins kulnun (e. burnout) og eins er farið yfir hvað mannauðsstjóri er og hvað sé ætlast til af þeim sem bera þann titil. Þeir þættir sem valda kulnun eru síðan greindir með rituðum heimildum og eigindlegri rannsókn. Rannsókn þessi á að vekja umræðu hjá mannauðsstjórum/starfsmannastjórum um mikilvægi þess að ræða um og hindra kulnun í starfi auk þess sem það er vissulega hluti af þeirra starfi að koma í veg fyrir kulnun í starfi hjá starfsfólkinu í fyrirtækinu. Rannsóknarspurningin var: Hvaða þættir valda kulnun í starfi mannauðsstjóra/starfsmannastjóra á Íslandi? Uppbygging ritgerðarinnar var meðal annars eigindleg rannsókn þar sem notast var við hálfopin viðtöl, þar sem sex viðmælendur fengu rými til að tjá sig eins og þeir vildu og komu fram með þær upplýsingar sem þeim fannst mikilvægar hvað varðar efnið í rannsókninni. Öflun gagna fór þannig fram að sendur var tölvupóstur á mannauðsstjóra/starfsmannastjóra í fyrirtækjum á Íslandi. Notast var við hentugleikaúrtak þar sem valið var af handahófi fyrirtæki af heimsíðu Keldu um stærstu fyrirtæki landsins og í kjölfarið var leitað að póstföngum á heimasíðum fyrirtækjanna. Einnig var notast við samskiptamiðilinn facebook til að kanna hvort einhver vissi um mannauðsstjóra/starfsmannastjóra sem væri viljugur til að koma í viðtal. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að lítil kulnun er í starfi mannauðsstjóra/starfsmannastjóra á Íslandi en þó má segja að nokkrir þættir séu til staðar sem gætu valdið kulnun í starfi seinna meir ef ekki er komið í veg fyrir það. Þetta eru þættir eins og mikið álag, streita, einangrun og andleg þreyta en nánar verður fjallað um þessa einstöku þætti hér á eftir. Gott er að hafa í huga að litlir hlutir sem eru þegar vandamál geta orðið enn stærri ef ekkert er gert við því en þannig má koma í veg fyrir kulnun í starfi mannauðsstjóra/starfsmannastjóra.