Eru ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi að styðjast við þjónandi forystu? Viðhorf og skoðanir starfsmanna

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur hér á landi og æ fleiri starfsmenn sem starfa á þeim vettvangi. Rannsóknir sýna að viðhorf og áherslur stjórnenda tengjast bæði árangri þjónustunnar sem og starfsánægju og velferð starfsfólks. Fáar rannsóknir eru til um viðhorf starfsfólks í ferðaþjónustu hér á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólborg Ösp Bjarnadóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25152
Description
Summary:Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur hér á landi og æ fleiri starfsmenn sem starfa á þeim vettvangi. Rannsóknir sýna að viðhorf og áherslur stjórnenda tengjast bæði árangri þjónustunnar sem og starfsánægju og velferð starfsfólks. Fáar rannsóknir eru til um viðhorf starfsfólks í ferðaþjónustu hér á landi. Tilgangur rannsóknar er að kanna viðhorf og skoðanir starfsmanna til eigin starfa og til stjórnunarhátta yfirmanna í ferðaþjónustu hér á landi. Sérstaklega var leitast við að varpa ljósi á hvort ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi styðjist við þjónandi forystu með því að kanna viðhorf og reynslu starfsmanna af stjórnun og forystu. Rætt var við sex starfsmenn hjá ferðaþjónustufyrirtækjun hér á landi. Einstaklingsviðtöl voru tekin við þátttakendur og viðtölin greind með túlkandi greiningu og sett fram þemu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stjórnunaraðferðir fyrirtækja í ferðaþjónustu hér á landi eru mismunandi. Starfsánægja var til staðar hjá flestum viðmælendum rannsóknar þó að ekki hafi allir verið ánægðir með stjórnunarhætti fyrirtækisins. Þemun sem voru greind eru samvinna og samskipti, traust í starfi, viðurkenning fyrir vel unnin störf og góður stjórnandi. Niðurstöður benda til þess að starfsmenn hafi ákveðnar skoðanir hvernig stjórnandi skal vera, hann þarf að gefa sér tíma til að þjálfa starfsmenn, kynnast þeim og vera til staðar. Samkvæmt þeim niðurstöðum er góður kostur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins að taka hugmyndafræði þjónandi forystu inn í stjórnunaraðferðir. Rannsóknin getur haft hagnýtt gildi fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja bæta stjórnunaraðferðir. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að frekari þörf er á rannsóknum á þessu sviði. Lykilorð: Þjónandi forysta, samskipti, ferðaþjónusta, stjórnun, forysta, leiðtogar,stjórnendur. Tourism is a growing industry in this country with an increasing number of employees in the field. Research has shown that the attitudes and focus of the management are both related to success of the services as well as employee ...