Vinnuveitandaábyrgð íslenska ríkisins : hver er skaðabótaábyrgð heilbrigðisstofnana vegna atvika er varða störf heilbrigðisstarfsmanna ?

Markmið ritgerðarinnar er að svara þeirri rannsóknarspurningu hver sé skaðabótaábyrgð heilbrigðisstofnana á Íslandi vegna atvika er varða störf heilbrigðisstarfsmanna. Með atvikum er verið að vísa til atburða sem hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar. Í maí 2014 gaf rí...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Ósk Ragnarsdóttir 1967-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25146
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að svara þeirri rannsóknarspurningu hver sé skaðabótaábyrgð heilbrigðisstofnana á Íslandi vegna atvika er varða störf heilbrigðisstarfsmanna. Með atvikum er verið að vísa til atburða sem hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar. Í maí 2014 gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi á spítalanum vegna manndráps af gáleysi. Þegar gefin er út ákæra vegna manndráps tengist það því sviði lögfræðinnar sem nefnist refsiréttur. Ákæran var gagnrýnd af heilbrigðisstarfsmönnum en þeir telja að ákæran verði til þess að heilbrigðisstarfsmenn verði tregir til að skrá og tilkynna um óvænt atvik. Umfjöllun ritgerðarinnar mun fyrst beinast að þeim lagaákvæðum sem eiga við um tilkynningaskyldu íslenskra heilbrigðisstarfsmanna um óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu þ.e. lögum nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu og lögum nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fl. Aðal áherslan mun þó beinast að því sviði lögfræðinnar sem nefnist skaðabótaréttur og þeim lagaákvæðum sem þar eiga við, lögum nr. 50/1993 um skaðabætur. Fjallað verður um uppruna og sögu skaðabótalaganna, síðan verður fjallað um bótagrundvöllinn en það er sú regla sem á við skilyrði skaðabótaábyrgðar í hverju tilviki fyrir sig. Að lokum verður fjallað um skaðabótaábyrgð heilbrigðisstofnana og starfsmanna þeirra. Skoðaðir verða nokkrir dómar er varða störf heilbrigðisstarfsmanna og atvik í störfum þeirra sem höfðu afdrifaríkar afleiðingar fyrir notendur þjónustunnar. The main objective of this thesis is to examine what the liability of Icelandic health care institutions are regarding incidents which can be traced back to work performed by their health care workers. Incident refers to any acts or events that have devastating consequences for the users of the health care services. In May 2014 the state prosecution charged the national University Hospital of Iceland and a nurse working for that hospital with involuntary manslaughter. In the law, the charge of manslaughter relates to the ...