Ferðaþjónustan í Vestmannaeyjum : hver eru hagræn áhrif ferðaþjónustu á viðskiptalíf í Vestmannaeyjum og hversu sterk er samfélagsábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu?

Ljóst er að Landeyjarhöfn og beinar siglingar þaðan hafa umtalsverð áhrif á fjölda innlendra og erlendra ferðamanna og þar með á viðskiptalífið, samfélagið og hagkerfið í Eyjum. Í dag byggir atvinnulíf í Eyjum að mestu á sjávarútvegi. Ferðaþjónustan hefur þó mikið sótt í sig veðrið hin síðustu ár og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heiðdís Ösp Ingvadóttir 1977-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25142
Description
Summary:Ljóst er að Landeyjarhöfn og beinar siglingar þaðan hafa umtalsverð áhrif á fjölda innlendra og erlendra ferðamanna og þar með á viðskiptalífið, samfélagið og hagkerfið í Eyjum. Í dag byggir atvinnulíf í Eyjum að mestu á sjávarútvegi. Ferðaþjónustan hefur þó mikið sótt í sig veðrið hin síðustu ár og þá sér í lagi frá opnun Landeyjarhafnar árið 2010. Þá jókst straumur ferðamanna til Eyja umtalsvert, fyrirtækjum í geiranum tók að fjölga og þar með atvinnumöguleikum og stöðugildum í faginu á svæðinu. Ferðamannastraumurinn hefur þó ekki náð þeim hæðum sem straumurinn í heild sinni á Íslandi hefur náð og er ástæðan óstopular samgöngur milli lands og Eyja bróðurpart ársins eða frá um það bil október til apríl ár hvert þegar Landeyjarhöfn er lokuð. Sú staðreynd einangrar Eyjar og gerir ferðaþjónustuaðilum á svæðinu ekki kleift að taka þátt í þeirri markvissu uppbyggingu og markaðsátaki sem er að eiga sér stað. Hér er sér í lagi verið að vísa til „Ísland allt árið“ og þar með minnkun árstíðarskiptingar, aukningu í vetrarferðamennsku og aukinni dreifingu á ferðamönnum um land allt. Þarna liggja mikil tækifæri til framkvæmda og í því að fá ferðamanninn til að „eyða“ meira á Íslandi. Tækifæri sem ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum eiga erfitt með að nýta sér eins og staðan er í dag, sem gerir rekstur þeirra flókinn og erfiðan þar sem áætlanir byggja á mikilli óvissu. Einhver fyrirtæki hafa bolmagn til fjárfestingar þrátt fyrir óvissu en önnur víla sér við fjárfestingum og frekari uppbyggingu í ljósi stöðunnar. Þessu þarf að breyta og tryggja að ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum sitji við sama borð og önnur fyrirtæki. Tækifæri til upplifunar og nýsköpunar í Eyjum eru mörg og allir innviðir til staðar. Með betri samgöngum og aukinni samvinnu fyrirtækja í Eyjum má auka fjölda gistinátta og þar með „eyðslu“ ferðamanna á svæðinu. Þar liggja ómæld tækifæri til hagrænna og samfélagslegra áhrifa. Clearly Landeyjarhöfn and direct sailings between Vestmannaeyjar and the main land will have a significant effect on the number of ...