Afurðavottanir og umhverfismerkingar í íslenskum sjávarútvegi

Ágrip Markmið þessarar rannsóknarinnar var að kanna hvaða þýðingu afurðavottanir og umhverfismerkingar hafi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Sjálfbær þróun gegnir veigamiklu hlutverki í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga en sjálfbærni fiskveiðikerfisins er grundvallar forsenda fyrir tilurð umhv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erna Þorsteinsdóttir 1977-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25137
Description
Summary:Ágrip Markmið þessarar rannsóknarinnar var að kanna hvaða þýðingu afurðavottanir og umhverfismerkingar hafi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Sjálfbær þróun gegnir veigamiklu hlutverki í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga en sjálfbærni fiskveiðikerfisins er grundvallar forsenda fyrir tilurð umhverfisvottana í íslenskum sjávarútvegi. Helstu hugtökum sjálfbærrar þróunnar og sjálfbærrar nýtingar lifandi auðlinda hafsins voru gerð skil, auk ítarlegrar greiningar á afurðavottunum og umhverfismerkingum. Rannsóknin var byggð á eigindlegri aðferðafræði en tekin voru fjögur viðtöl við stjórnendur eða forsvarsmenn íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem hlotið höfðu umhverfisvottun á afurðir sínar. Við úrvinnslu gagna var notast við þemagreiningu þar sem viðtölin voru afrituð nákvæmlega og lesin yfir nokkrum sinnum í þeim tilgangi að afmarka áhugaverða þætti sem komu endurtekið fyrir í textanum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að stærsti ávinningur afurðavottana og umhverfismerkinga í íslenskum sjávarútvegi sé falinn í bættu markaðsaðgengi og auknum trúverðugleika afurðanna á markaði. Gáfu niðurstöður til kynna að umhverfisvottanir séu orðnar aðgöngumiði inn á flesta af mikilvægustu mörkuðum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Þá bentu niðurstöður einnig til þess að umhverfisvottanir í íslenskum sjávarútvegi séu komnar til að vera og eins að sóknarfæri fyrir umhverfisvottanir í íslenskum sjávarútvegi séu enn fyrir hendi. Einnig komu fram vísbendingar þess efnis að staða fiskveiðistjórnunarkerfis Íslendinga út frá hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar megi teljast nokkuð góð. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðast umhverfisvottanirnar þó ekki skila íslenskum framleiðendum sjávarafurða hærra verði fyrir afurðir sínar. Lykilorð: Afurðavottanir, umhverfismerkingar, íslenskur sjávarútvegur, sjálfbærni, rekjanleiki, fiskveiðar, umhverfisvottanir, Marine Stewardship Council, (MSC), Iceland Responsible Fisheries, (IRF).