„Þetta kemur bara ekkert upp í hendurnar á manni“ : Upplifun kvenna í forystu í fjármálageiranum á Íslandi

Fjármálageirinn hefur alltaf þótt karllægur, en konur hafa þó verið að ryðja sér til rúms, þótt þær séu enn í minnihluta í forystunni. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða og skilja betur eiginleika og upplifun þeirra kvenna sem eru í forystu í fjármálageiranum á Íslandi, á hlutverki sínu og stöð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Dagný Jónsdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25134
Description
Summary:Fjármálageirinn hefur alltaf þótt karllægur, en konur hafa þó verið að ryðja sér til rúms, þótt þær séu enn í minnihluta í forystunni. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða og skilja betur eiginleika og upplifun þeirra kvenna sem eru í forystu í fjármálageiranum á Íslandi, á hlutverki sínu og stöðu sem kvenleiðtogar þar sem karlmenn eru í meirihluta. Lítið hefur verið skrifað um upplifun kvenna í forystu í fjármálageiranum og því ákveðið að einblína á þennan tiltölulega fámenna hóp, með því að gera eigindlega rannsókn með fyrirbærafræðilegri aðferð. Tekin voru hálfopin djúpviðtöl við 10 konur í æðstu stjórnunarstöðum til að fá innsýn í reynsluheim þeirra, viðhorf og upplifun á áhrifaþáttum í starfumhverfi þeirra. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að starfsframinn hafði ekki komið upp í hendurnar á þeim, þær hafa þurft að sækjast eftir og grípa tækifærin. Þær virðast beita felandi stjórnun, með því að útdeila verkefnum og fela öðrum ábyrgð. Þær töluðu um að vera þær sjálfar og breyta sér ekki til að þóknast öðrum. Tíminn er stærsta fórnin sem þarf til þess að komast í stöður sem þessar. Viðhald og uppbygging á tengslaneti þykir líka mikilvæg og ein helsta hindrun kvenna á Íslandi ef þær vilja komast til áhrifa. Kröfur eru miklar og oft um kynbundinn mun á þeim að ræða. Þær hindranir og áskoranir sem þær standa frammi fyrir eru ýmsar, en færri en þær voru fyrir fimm árum. The financial sector has always been considered to be male-dominated. However, although women are still in a minority in leadership roles, they have gradually been increasing their impact. The objective of this thesis is to examine and better understand the characteristics of women in leadership roles in the financial sector in Iceland, and their experiences of their role and status in a field where men are in the majorityLittle has been written about the experience of women in leadership roles in the financial sector and therefore this relatively small group became the focus of a qualitative study with a phenomenological approach. Ten women ...