Innleiðing vatnsskurðar í flakavinnslu Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum

Ný tækni í flakavinnslu hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum og á skömmum tíma hafa margar fiskvinnslur hérlendis fjárfest í vatnsskurðarvélum. Um er að ræða vélar sem skera beingarð burt með vatnsskurði og flakið í bita. Þessi hluti flakavinnslu hefur að mestu verið unnin handvirkt af s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Freyr Arnaldsson 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25108
Description
Summary:Ný tækni í flakavinnslu hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum og á skömmum tíma hafa margar fiskvinnslur hérlendis fjárfest í vatnsskurðarvélum. Um er að ræða vélar sem skera beingarð burt með vatnsskurði og flakið í bita. Þessi hluti flakavinnslu hefur að mestu verið unnin handvirkt af starfsfólki á snyrtilínum. Í þessu verkefni er lagt mat á hvort innleiðing vatnsskurðar sé ákjósanleg lausn í flakavinnslu Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum. Í upphafi verkefnisins verður fjallað um hvernig staðið var að öflun gagna sem verkefnið er byggt á. Gögnin um vélarnar koma frá framleiðendum en einnig eru tekin viðtöl við notendur vatnsskurðarvéla. Um nýjar vélar að ræða svo forvitnilegt er að vita hvernig innleiðing þeirra hefur gengið fyrir sig. Næst er fjallað almennt um flakavinnslu og vatnsskurður kynntur til sögunnar. Í síðari hluta verkefnisins verður farið nánar í greiningu og útfærslu á innleiðingu vatnsskurðarvéla og ávinningi sem hlýst af notkun tækninnar. Niðurstöður gefa til kynna að vatnsskurður sé ákjósanleg og ábatasöm lausn í flakavinnslu. Svo ætti einnig að vera fyrir Vinnslustöðina. Vatnsskurðarvél kæmi til með að leysa af hólmi tvær vélar og hluta starfsfólks við núverandi flakasnyrtilínu fyrirtækisins. Innleiðingin myndi jafnframt auka hæfni vinnslunnar til að mæta óskum um mismunandi flakaafurðir. Í lok ritgerðarverkefnisins eru umræður og samantekt á því efni sem til skoðunar var. The seafood industry in Iceland has been implementing a new technology for processing white fish fillets in most recent years. The new technology combines high precision bone detection with water-jet trimming & pinbone removal. The machines automatically remove the pinbone of a fish fillet and cut the fillet in preferred portions. An increasing number of processing plants have invested in the revolutionary machines and supporting equipment. The conventional way of processing fillets is costly and has been done using mainly manual labor. Research on using water-jet cut for processing fish goes back ...