Skammtíma fylgikvillar skurðaðgerða vegna krabbameins í ristli og endaþarmi

Inngangur: Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi hjá báðum kynjum. Skurðaðgerð er mikilvægasta meðferðin og sú eina sem getur læknað sjúkdóminn. Tíðni ýmissa fylgikvilla eftir aðgerð getur verið góður mælikvarði á árangur hjúkrunar. Tíðni fylgikvilla vegna aðge...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birgir Örn Ólafsson 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25103
Description
Summary:Inngangur: Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi hjá báðum kynjum. Skurðaðgerð er mikilvægasta meðferðin og sú eina sem getur læknað sjúkdóminn. Tíðni ýmissa fylgikvilla eftir aðgerð getur verið góður mælikvarði á árangur hjúkrunar. Tíðni fylgikvilla vegna aðgerða á krabbameini í ristli og endaþarmi á Íslandi er ekki þekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni fylgikvilla eftir aðgerðir á krabbameini í ristli og endaþarmi. Aðferðafræði: Gerð var framsýn, lýsandi rannsókn. Fylgst var með því hvort sjúklingar sem fóru í skurðaðgerð vegna krabbameins á ristli eða endaþarmi á rannsóknartímabilinu hafi fengið skammtíma fylgikvilla (innan 30 daga frá aðgerð) í kjölfar aðgerðarinnar. Þátttakendur í rannsókninni voru 70 sjúklingar sem fóru í aðgerð vegna krabbameins í ristli og endaþarmi á Skurðlækningadeild Landspítala frá 15. mars 2015 til 15.september sama ár. Upplýsingum var safnað með viðtölum við þátttakendur og úr sjúkraskrám. Öll frávik frá hefðbundnum bata sem þörfnuðust meðferðar voru metin sem fylgikvillar. Þeir fylgikvillar sem upp komu voru flokkaðir samkvæmt flokkun Clavien-Dindo, þar sem veitt meðferð við fylgikvillanum ræður flokkuninni. Niðurstöður: Fylgikvillar voru skráðir hjá 59% (41/70) sjúklinganna. Rof á samtengingu var hjá 14,7% þátttakenda og dánartíðni var 2,9%. Sýkingatíðni var 44,3% (31/70). Þvagfærasýkingar voru algengastar (24,5%). Djúpar sýkingar urðu hjá 18,6% og sárasýkingar hjá 14,3%. Sýkingu í blóð fengu 8,6%. Fylgikvilla tengdan hjarta fengu 12,9% þátttakenda. Ályktanir: Tíðni fylgikvilla er há miðað við tíðni fylgikvilla í sömu aðgerðum í nágrannalöndum. Skortur á skilgreiningum fylgikvilla gerir samanburð við erlendar rannsóknir erfiðan. Þessi niðurstaða undirstrikar nauðsyn þess að hafa framsýna skráningu á fylgikvillum skurðaðgerða svo hægt sé að meta árangur aðgerða og hjúkrunar. Introduction: Colon and rectal cancer is the third most common cancer in Iceland for both men and women. It accounts for 10% of all cancer incidence in ...