Eyjafjarðará : viðhorf landeigenda og veiðimanna til uppbyggingar stangveiðiferðaþjónustu

Ferðaþjónusta á Íslandi er í örum vexti þar sem náttúran er okkar helsta aðdráttarafl. Stangveiðiferðaþjónusta er ein af greinum náttúrutengdrar ferðaþjónustu sem hefur einnig notið aukinna vinsælda. Laxveiðimarkaðurinn telst nokkurn veginn fullmettaður og er því helstu tækifærin er að finna í samba...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefán Hrafnsson 1983-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25067
Description
Summary:Ferðaþjónusta á Íslandi er í örum vexti þar sem náttúran er okkar helsta aðdráttarafl. Stangveiðiferðaþjónusta er ein af greinum náttúrutengdrar ferðaþjónustu sem hefur einnig notið aukinna vinsælda. Laxveiðimarkaðurinn telst nokkurn veginn fullmettaður og er því helstu tækifærin er að finna í sambandi við silungsveiði. Eyjafjarðará naut mikilla vinsælda á árum áður sem áfangastaður stangveiðimanna sem lögðu stund á silungsveiði en miklar breytingar hafa orðið á veiðitölum og ástundun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf landeigenda sem eiga land að Eyjafjarðará sem og veiðimanna sem veitt hafa í ánni á síðustu árum til uppbyggingar stangveiðiferðaþjónustu við ána. Spurningalisti var sendur til annars vegar landeigenda í formi póstkönnunar og hins vegar veiðimanna í formi netkönnunar til þess að kanna viðhorf til fyrirkomulags varðandi ána og uppbyggingu. Ef ráðast á í uppbyggingu stangveiðiferðaþjónustu við Eyjafjarðará er mikið verk fyrir höndum en niðurstöður sýna að hóparnir tveir hafa mjög ólíkar skoðanir á veiðifyrirkomulagi og hugsanlegri uppbyggingu við ána. Töluverður hluti landeigenda er hlynntur malartöku og vatnsaflsvirkjunum til tekjuöflunar en veiðimenn eru á öndverðum meiði hvað varðar nýtingu vatnasvæðisins. Möguleikar eru fyrir hendi í uppbyggingu stangveiðiferðaþjónustu við ána en taka þarf ákvarðanir um veiðistjórnunaraðgerðir, markaðssetningu og uppbyggingu aðstöðu. Lykilhugtök: Stangveiðiferðaþjónusta – silungsveiði – veiðihús – markhópar – Eyjafjarðará Tourism in Iceland is growing rapidly where nature is our main attraction. One of the branches of nature-related tourism that’s become increasingly popular is angling tourism. Salmon fishing is considered an almost-fully saturated industry; therefore the biggest opportunities lie in trout fishing. Eyjafjarðará River used to be a popular destination among anglers in the past but both catch numbers and practice have changed drastically. The purpose of this study is to check the attitude toward building up the angling tourism of ...