Trúarbragðakennsla í grunnskólum

Verkefnið er lokað til 15.6.2050. Ritgerð þessi er framlag höfundar í lokaverkefni til B.Ed. gráðu við Háskólann á Akureyri í kennaradeild á félags- og hugvísindasviði. Áhugi höfundar á viðfangsefninu varð til þegar sótt var námskeið í trúarbrögðum. Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um trúarbrögð,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Laufey Jónsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25063
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 15.6.2050. Ritgerð þessi er framlag höfundar í lokaverkefni til B.Ed. gráðu við Háskólann á Akureyri í kennaradeild á félags- og hugvísindasviði. Áhugi höfundar á viðfangsefninu varð til þegar sótt var námskeið í trúarbrögðum. Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um trúarbrögð, skoða hvernig staðið hefur verið að fræðslu um trúarbrögð á Íslandi síðustu aldirnar. Hvað stendur um trúarbragðafræðslu í Aðalnámskrá grunnskóla? Eiga nemendur að fá fræðslu í skólum um kristin fræði og önnur trúarbrögð? Á að kenna trúarbrögð í grunnskólum? Hvernig er staðið að trúarbragðakennslu í grunnskólum á Akureyri? Niðurstaða höfundar er sú að kennd er trúarbragðafræði í þeim grunnskólum á Akureyri sem eru með námsáætlanir sínar á vef en ekki er hægt að fjalla um þá sem voru með þessar upplýsingar á lokuðum svæðum. Misjafnt er milli skóla hvað er kennt og í hvaða bekk. Höfundur telur að fræða eigi um mismunandi trúarbrögð til að auka víðsýni, umburðarlyndi og skilning þeirra sem á landinu búa. Vanda þarf til verka þannig að þeir sem kenna trúarbrögð í skólum hafi þekkingu og skilning til þess. Jafnframt gæti verið hugmynd að hafa samræmi í kennslunni milli skóla t.d. ef nemandi þarf að skipta um skóla. Trúarbragðafræðsla á að mati höfundar að vaxa og dafna vegna þess fjölbreytileika og fjölmenningar sem er í samfélaginu í dag. Það er mikilvægt að fólk hafi þekkingu, færni og vilja til að eiga samskipti við annað fólk með ólíkan bakgrunn hvað varðar lífsskoðanir, siði, venjur og trú. Samvinna kennara, nemenda, foreldra og samfélagsins er í raun lykilatriði til að vel takist til. Mikilvægt er að við séum opin fyrir fræðslu um þá sem hingað koma og önnur trúarbrögð, og höfum gagnrýna hugsun til að vega og meta hvað okkur sjálfum finnst. Ekki má gleyma mikilvægi þess að þeir sem hingað flytja séu tilbúnir til að kynnast okkur og okkar siðum. This essay is the authors’ contribution as a final project to B.Ed. degree within the Faculty of Education from the school of humanities and social sciences from the ...