Áhrif ferðaþjónustu á íbúaþróun á Vesturlandi 2010 - 2015

Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna áhrif ferðaþjónustunnar á íbúa- og byggðarþróun á Vesturlandi. Rannsóknin tekur mið af áhrifum ferðaþjónustu á tímabilinu 2010 – 2015. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt; að greina hvort vöxtur í ferðaþjónustu hafi haft áhrif á íbúaþróun á Vesturlandi á tíma...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðveig Eyglóardóttir 1976-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25057
Description
Summary:Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna áhrif ferðaþjónustunnar á íbúa- og byggðarþróun á Vesturlandi. Rannsóknin tekur mið af áhrifum ferðaþjónustu á tímabilinu 2010 – 2015. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt; að greina hvort vöxtur í ferðaþjónustu hafi haft áhrif á íbúaþróun á Vesturlandi á tímabilinu. Og á hvaða grunni aðkoma sveitarfélagsins er að þeim samfélagslegu þáttum sem tengjast uppbyggingu og væntingum. Rannsóknin tekur mið af þeim tölulegu upplýsingum sem liggja fyrir hjá Hagstofu Íslands, Ferðamálastofu og Markaðsstofu Vesturlands. Til að taka afstöðu til ofangreindra mála var rýnihópur skipaður sem samanstóð af þrem einstaklingum af Vesturlandi með innsýn og þekkingu í byggðamál og stjórnsýslu svæðisins. Niðurstöður þessar voru bornar saman við þekkingar – og kenningargrunn um byggðarþróun. Eftirfarandi kemur fram í niðurstöðum.  Mikill vöxtur og uppbygging hefur verið í ferðaþjónustu á svæðinu á tímabilinu.  Íbúum á Vesturlandi hefur fjölgað um 1% á tímabilinu, mest á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit þar sem ferðaþjónusta er minnst.  Íbúum fækkaði í Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Snæfellsbæ og Dalabyggð á tímabilinu. En þar hefur vöxtur í ferðaþjónustu verið mestur í landshlutanum.  Mikill vöxtur í greininni hefur ekki skilað sér í auknum íbúafjölda og störfum fyrir nýja íbúa.  Sú ályktun er dregin að íbúum hefði fækkað meira á ákveðnum svæðum á Vesturlandi ef ekki hefði verið um vöxt í ferðaþjónustu að ræða á tímabilinu.  Sértekjustofn er nauðsynlegur til að standa undir væntingum um uppbyggingu á innviðum ferðaþjónustunnar til að ganga ekki á samfélagsleg þolmörk íbúa og náttúrunnar. Lykilorð: Ferðaþjónusta, íbúaþróun, byggðaþróun, stjórnsýsla sveitarfélaga, samfélagsleg áhrif. The main purpose of this research is to look into the effect of tourism in the development of the population growth and regional development on West Iceland. The research project takes into consideration the effect of tourism in the period from 2010 – 2015. The research project has two goals; to ...