Vöxtur kyrrahafsostru, (Crassostrea gigas) í ræktun : áhrif hitastigs og fæðumagns

Verkefnið er lokað til 11.4.2019. Verkefni þetta fjallar um vöxt kyrrahafsostru (Crassostrea gigas) í ræktun og er unnið í samstarfi við fyrirtækið Víkurskel ehf. Víkurskel hefur stundað kræklingarækt í nokkur ár í Skjálfandaflóa og fékk árið 2013 leyfi til að hefja tilraunir á ostruræktun. Kyrrahaf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórhildur Sigurðardóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25051
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 11.4.2019. Verkefni þetta fjallar um vöxt kyrrahafsostru (Crassostrea gigas) í ræktun og er unnið í samstarfi við fyrirtækið Víkurskel ehf. Víkurskel hefur stundað kræklingarækt í nokkur ár í Skjálfandaflóa og fékk árið 2013 leyfi til að hefja tilraunir á ostruræktun. Kyrrahafsostrur eru hlýsjávardýr og í sjó við kjöraðstæður getur það tekið 2-3 ár að rækta hana upp í neyslustærð 12-15 cm. Sjórinn við Ísland er hreinn og ríkur af næringarefnum en hann er kaldur og fer ostran því í vaxtarstopp yfir vetratímann. Megin markmið þessarar rannsóknar er að auka þekkingu á tegundinni og kanna hvort mismunandi hitastig (15°C, 21-22°C og 30°C), stöðug lýsing og mismunandi magn og tegund fóðurs hafi áhrif á vöxt dýranna. Helstu niðurstöður tilraunarinnar sýna að ekki fékkst aukinn vöxtur kyrrahafsostru með hækkun ræktunarhitastigs og stöðuga lýsingu. Enginn ostra dó þó á tilraunatímabilinu sem voru tveir mánuðir og styður það niðurstöður fyrri rannsókna sem sýna að tegundin hefur breitt hitastigsþol. Fóðurmagn virtist ekki skipta máli hvað varðar vöxt dýranna við stöðuga lýsingu en þörungavöxtur í ræktunum var misjafn eftir hitastigum. Margir þættir hvað varða ræktun ostru í landi eru enn óljósir og væri því mjög áhugavert að halda tilraunum áfram til að finna út hvaða þættir geti mögulega stuðlað að auknum vexti dýranna. Lykilorð: Kyrrahafsostra, vöxtur, fæða, hitastig This project focuses on the growth of the Pacific oyster (Crassostrea gigas) in farming/cultivation and was carried out in cooperation with the company Víkurskel ehf. Víkurskel has engaged in mussel industry for several years in Skjálfandaflóa and in 2013 they received license to import oysters and carry out an experimental cultivation in Skjálfandaflói. Pacific oysters are warm water animals and in the sea under optimal conditions, it can take 2-3 years to grow them up in market size 12-15 cm. The sea around Iceland is clean and rich in nutrients, but the low environmental temperatures cause an arrest of growth over the winter ...