Málsmeðferð kynferðisbrota gegn þroskaskertum

Verkefnið er lokað til 21.3.2081. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fyrir liggur þingsályktunartillaga að fullgildingu samningsins. Í 13. gr. hans er ákvæði um aðgang fatlaðs fólks að réttarkerfinu. Í ákvæðinu er meðal annars talað um að laga skuli má...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sveinn Blöndal 1981-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25045
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 21.3.2081. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fyrir liggur þingsályktunartillaga að fullgildingu samningsins. Í 13. gr. hans er ákvæði um aðgang fatlaðs fólks að réttarkerfinu. Í ákvæðinu er meðal annars talað um að laga skuli málsmeðferð að þörfum fatlaðs fólks til að það geti tekið virkan þátt í réttarkerfinu, þar með talið sem vitni. Í þessari ritgerð verður fjallað um málsmeðferð í kynferðisbrotamálum þar sem þolendur eru þroskaskertir einstaklingar og hvort hún uppfylli skilyrði 13. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Farið verður yfir þau ákvæði hegningarlaganna sem snúa að kynferðisbrotum gegn þroskaskertu fólki og sögulegri þróun þeirra. Einnig verður umfjöllun um meðferð sakamála og þær meginreglur sem skipta máli varðandi málsmeðferð í kynferðisbrotamálum Ennfremur verður umfjöllun um vitnaskýrslur brotaþola, bæði hjá lögreglu við rannsókn máls og einnig fyrir dómi. Málsmeðferð í kynferðisbrotamálum þar sem brotaþoli er þroskaskertur er ekki á neinn hátt frábrugðin málsmeðferð í málum þar sem brotaþoli er ófatlaður einstaklingur. Það er álit höfundar að með þessu sé verið að brjóta gegn 13. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggjafinn þurfi að gera breytingar á lögum um meðferð sakamála til að koma til móts við þarfir þroskaskertra einstaklinga Iceland signed the United Nation Convention on the rights of persons with disabilities. A parliamentary proposal on the ratification of the convention is available. Article 13 of the Convention contains a provision on the access of persons with disabilities to the judiciary system. The provision states, amongst other items, that the judiciary procedure shall be adapted to the needs of persons with disabilities in order to enable them to actively participate in the judiciary system, including their participation as witnesses. The subject of this thesis is the process of sexual abuse proceedings where the victims have intellectual ...