Skapandi vinna með börnum

Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Fjallað verður um skapandi starf með börnum á leikskóla og margar skilgreiningar lagðar fram um hugtakið sköpun. Til eru margar ólíkar hugmyndir um hvað orðið sköpun þýðir. Það er hægt að vera skapandi í hugs...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svana Sigríður Þorvaldsdóttir 1977-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25037
Description
Summary:Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Fjallað verður um skapandi starf með börnum á leikskóla og margar skilgreiningar lagðar fram um hugtakið sköpun. Til eru margar ólíkar hugmyndir um hvað orðið sköpun þýðir. Það er hægt að vera skapandi í hugsun og verki og mörg börn eru óhrædd við að prófa nýja hluti með því að rannsaka og gera tilraunir. Hægt er að ýta undir sköpunargáfur hjá börnum með því að bjóða upp á opinn efnivið og gefa þeim tækifæri til að prófa sig áfram með ólíkar aðferðir sem gefur náminu ákveðið gildi fyrir útkomu verksins. Það getur verið myndverk, bygging úr kubbum eða tónlistaratriði svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta skapandi vinna fyrir börnin sem gefur þeim hugrekki og sjálfstraust til að prófa ólíka hluti. Leikur hefur verið flokkaður á ýmsan hátt, einn flokkur er ímyndunar- og hlutverkaleikur. Það eru til margar tegundir af leik eins og ímyndunar- og hlutverkaleikur. Í slíkum leikjum skapa börn ólíkar persónur sem geta lent í skemmtilegum aðstæðum. Börnin eru óhrædd þegar þau gleyma sér í leiknum og þannig ná þau að tengjast félagslega með sínu eigin tungumáli. Gaman getur verið fyrir börn að dansa við tónlistina þar sem þau tjá tilfinningar sínar með hreyfingum sínum og sköpunin hefur yfirhöndina. Börn hafa líka mjög gaman að syngja og formúlusöngurinn er mjög vinsæll meðal barnanna. Börnin leika sér með hluta úr lögum, semja ný eftir eyranu um leið og þau heyra tónlist, þannig verða til alveg ný lög. Það er margt hægt að gera til að auka sköpun hjá börnum. Leikskólakennarinn þarf að finna leiðir til að gera námið sem skemmtilegast og ýta undir forvitni barnanna með fjölbreyttum tækjum, hlutum og opnum efnivið. Hægt er að ýta undir sköpun barnanna ef þau komast í tengsl við efnivið sem er spennandi og hefur mikla möguleika. Einnig öðlast börnin mun meira sjálfstraust ef sköpunin kemur frá hjartanu og á þeirra eigin forsendum. Leikskólakennarar þurfa að vera opnir fyrir hugmyndum sem koma frá börnunum og með því öðlast þau traust ...