Fjárhagsstaða sunnlenskra sveitarfélaga í aðdraganda og kjölfar efnahagssamdráttar árið 2008

Lokaverkefni þetta er til B.Sc gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Markmið þess er að greina fjárhagslega stöðu þriggja sunnlenskra sveitarfélaga á tímabilinu 2005 til 2012. Rannsóknin nær því yfir aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008 og einnig fyrstu árin í kjölfar hrunsins. Sveitarfé...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinar Lúðvíksson 1983-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25035
Description
Summary:Lokaverkefni þetta er til B.Sc gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Markmið þess er að greina fjárhagslega stöðu þriggja sunnlenskra sveitarfélaga á tímabilinu 2005 til 2012. Rannsóknin nær því yfir aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008 og einnig fyrstu árin í kjölfar hrunsins. Sveitarfélögin Árborg, Hveragerðisbær og Ölfus voru sérstaklega valin vegna landfræðilegrar nálægðar þeirra við hvert annað og einnig vegna þess hve ólík þau eru þegar kemur að helstu atvinnuvegum, uppbyggingu og stærð. Greining fjárhagsstöðu sveitarfélaganna fer fram með fjármálakennitölum og ýmsum lykiltölum úr ársreikningum þeirra. Annars vegar með kennitölum sem almennt eru notaðar til að meta fjárhagsframmistöðu fyrirtækja þegar kemur að arðsemi, skuldsetningu og greiðsluhæfi, og hinsvegar með hefðbundnum kennitölum sem notaðar eru til að meta fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Arðsemi verður greind með arðsemi eigin fjár og EBITDA. Skuldsetning verður metin með hlutfalli skulda á móti eignum og eiginfjárhlutfalli. Greiðsluhæfi verður metið með veltufjárhlutfalli. Hefðbundnu kennitölurnar sem notaðar verða eru veltufé frá rekstri, veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum, veltufé frá rekstri deilt upp í langtímaskuldir, skuldahlutfall A og B hluta og skuldir á hvern íbúa. Þær lykiltölur sem notaðar eru úr ársreikningum sveitarfélaganna eru tekin ný langtímalán, afborganir langtímalána og einn helsti útgjaldaliður sveitarfélaga, útgjöld til félagsþjónustu. Niðurstöður greininga á sveitarfélögunum sýndu að áhrif efnahagshrunsins á sveitarfélögin þrjú voru mjög ólík. Lægri skuldastaða Ölfuss í aðdraganda hrunsins virðist hafa dregið mikið úr áhrifum þess samanborið við Árborg og Hveragerðisbæ. Helsti atvinnuvegur Ölfuss, verandi sjávarútvegur og nýtilkomin jarðhitavirkjun virðast hafa haft mjög jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins á meðan Árborg og Hveragerði þurftu meira að treysta á lánsfé til að halda rekstrinum gangandi með tilheyrandi íþyngjandi afborgunum þess. Lykilorð: Sveitarfélög, ársreikningur, kennitölur, ...