Lífvirkni í rót rabarbara

Rabarbararót hefur lengi verið þekkt lækningarjurt í Kína og hefur hún marga eftirsóknarverða eiginleika. Rabarbari hefur lengi verið ræktaður hérlendis en er hann aðallega notaður í sultur og grauta, en rótin ekki nýtt. Markmið verkefnisins er að kanna hvort rótin hafi andoxunar- , blóðþrýstingslæk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Snæfríður Arnardóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25028
Description
Summary:Rabarbararót hefur lengi verið þekkt lækningarjurt í Kína og hefur hún marga eftirsóknarverða eiginleika. Rabarbari hefur lengi verið ræktaður hérlendis en er hann aðallega notaður í sultur og grauta, en rótin ekki nýtt. Markmið verkefnisins er að kanna hvort rótin hafi andoxunar- , blóðþrýstingslækkandi- og/eða græðandi virkni með það í huga að nýta þá eiginleika í snyrtivörur, fæðubótarefni eða jafnvel lyf. Rótin var loftþurrkuð við mismunandi hitastig og útdráttur gerður með tveim aðferðum og tveimur mismunandi leysum. Andoxunarvirkni var mæld með tveimur aðferðum, blóðþrýstingslækkandi virkni var mæld með tveim útfærslum af sömu aðferðinni, önnur þeirra var sett upp í verkefninu og græðandi virkni var athuguð með mælingum á vaxtarþættinum FGF2. Helstu niðurstöður sýna að þá lífvirkni sem mæld var sé að finna í rabarbararót en meðferð sýna og aðferðir við útdrátt virkni hefur áhrif. Útdráttur með bleyti aðferð og etanóli sem leysi gaf besta niðurstöðu og var rótin þá þurrkuð við 60°C. Lykilorð: Rabarbararót, lífvirkni, líftækni, hliðarafurð. Rhubarb root (Rheum rhabarbum) has long been known as a medicinal herb in China because of positive effects for human. Rhubarb grows all over Iceland but is mainly used in jams and deserts, but the root is not used at all. The objective of the project is to determine if the root has antioxidant-, wound healing- or antihypertensive activity with the aim to use products in cosmetics, food supplement or even medicine. The root was air dried at different temperatures and extraction carried out using two different methods, with water as compared with ethanol. A protocol for measuring antihypertensive activity was organized and tested in the project. Antioxidant activity was measured using two different approach and antihypertensive activity using two different protocols. Wound healing activity was measured by determining the concentration of FGF2 growth factor in the samples. The main result showed that the rhubarb root contains all the activities measured but treatment of ...