Hugmyndir um hlutverk og stöðu forsetans við stofnun lýðveldisins

Verkefnið er lokað til 7.4.2100. Það hefur lengi verið um það deilt hvert sé raunverulegt hlutverk forseta Íslands, það er þau völd sem honum eru veitt samkvæmt stjórnarskrá. Þó hafa deilurnar einna helst snúist um það synjunarvald sem forseta lýðveldisins er veitt með 26. grein stjórnarskrár lýðvel...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurjón Andrés Jónasson 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25026
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 7.4.2100. Það hefur lengi verið um það deilt hvert sé raunverulegt hlutverk forseta Íslands, það er þau völd sem honum eru veitt samkvæmt stjórnarskrá. Þó hafa deilurnar einna helst snúist um það synjunarvald sem forseta lýðveldisins er veitt með 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Hér í þessari ritgerð verður farið yfir hvernig stjórnskipan Íslands var háttað fyrir stofnun lýðveldisins á Þingvöllum árið 1944. Þar verður synjunarvald forseta borið saman við það neitunarvald sem konungur Danmerkur hafði fyrir 1944 og leitast verður við að svara þeirri spurningu hvað sé líkt með þessum tveimur völdum og hvers vegna þau voru ekki höfð eins, það er einungis höfð orðaskipti á „konungur“ og „forseti“. Þegar þeim samanburði er lokið verður farið yfir tilurð 26. greinarinnar og hún skoðuð í sambandi við það stjórnskipulega vald sem Alþingi, sem þá var með löggjafarvaldið, hafði ætlað forseta lýðveldisins tilvonandi. Einnig verða í lokin borin saman álit fræðimanna á því hvernig túlka beri 26. greinina. Þar verða aðallega borin saman álit Ólafs Jóhannessonar og Sigurðar Líndal annars vegar, sem telja að greinin hafi alltaf verið virk og að forsetar lýðveldisins hafi alltaf getað notað hana, og hins vegar álit Þórs Vilhjálmssonar og Þórðar Bogasonar. There has been disputed on what is the actual role of the President of Iceland, that is the powers conferred on him by the constitution. However, the debate mainly revolved around the veto the President of the Republic is provided by the Article 26 of the Constitution of the Republic of Iceland. Here in this paper is a review on how the constitution of Iceland was organized befor the establishment of the Republic in Þhingvellir in 1944. I will compared the veto of the president to the veto of the King of Denmark had in 1944 and I will try to answer the question of what is similar with these two power. When the comparison is completed it will go over the story of the article 26 and discussed in connection with the constitutional authority ...