Möguleikar þess að rækta beltisþara (Saccharina latissima) í sjó við Ísland : áhrifaþættir og nýting

Í þessari ritgerð er skoðað hvort fýsilegt sé að rækta í sjó brúnþörunginn beltisþara (Saccharina latissima) sem vex hér við land. Brúnþörungar eru mikið rannsakaðir nú til dags vegna eftisóknarverðra fjölsykra og fleiri efna. Þessar auðlindir hafsins eru ekki ótakmarkaðar og með vaknandi áhuga á ný...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Kristinsdóttir 1959-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25022
Description
Summary:Í þessari ritgerð er skoðað hvort fýsilegt sé að rækta í sjó brúnþörunginn beltisþara (Saccharina latissima) sem vex hér við land. Brúnþörungar eru mikið rannsakaðir nú til dags vegna eftisóknarverðra fjölsykra og fleiri efna. Þessar auðlindir hafsins eru ekki ótakmarkaðar og með vaknandi áhuga á nýtingu þeirra hefur m.a. beltisþari, sem er hraðvaxta tegund með heimkynni í N-Atlantshafi, verið í tilraunaræktun í sjó víða í nágrannalöndunum undanfarin ár. Hér eru teknar saman upplýsingar sem tengjast ræktun á beltisþara og þær skoðaðar m.t.t. aðstæðna við Ísland. M.a. er áhugi á að nýta hann í lífeldsneyti og sem lífhreinsun fyrir fiskeldi í sjó í s.k. IMTA kerfi (Integrated multi-trophic aquaculture) þar sem hann byggir upp lífmassa úr úrgangi frá eldinu. Ýmsar vistfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á þaraskógum og grunnsævi við Ísland, m.a. í tengslum við fiskeldi og annan iðnað. Framleiðni beltisþara telst góð við landið, en fáar rannsóknir eru hins vegar til um afurðir hans fyrir iðnað. Flest bendir til að við Ísland verði hægt að rækta beltisþara. Þar sem efnasamsetning, vaxtarlag og vaxtarhraði plöntunnar eru breytileg eftir helstu umhverfisþáttum og árstíðum, þarf að skoða ræktunarsvæði vel í upphafi út frá því fyrir hvaða markað á að rækta. Ekki var hægt að gera samanburð á heimtum af söfnuðum beltisþara á línur hér við land miðað við nágrannalöndin, en m.v. stærð á plöntum úr Breiðafirði virðist lágur sjávarhiti hér við land ekki hamla vexti mikið. Lykilorð. Beltisþari, Saccharina latissima, IMTA, sjávareldi, lífeldsneyti. The aim of this project is to study whether it is feasible to culture one species of brown alga, i.e. sugar kelp (Saccharina latissima) in Icelandic waters. Brown alga has gained substantial interest within biotechnology for its polysaccharides and other compounds. There is a growing demand to exploit these natural resources, but the supply is not unlimited. For this reason sugar kelp, among other native fast-growing species, is being culitvated in some of the North Atlantic ...