Mennirnir elska, missa, gráta og sakna : reynsla aðstandenda af stuðningi í kjölfar sjálfsvígs ástvinar

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur áætlunarinnar er að undirbúa rannsókn sem skoðar reynslu einstaklinga af stuðningi eftir sjálfsvíg ástvina. Sjálfsvíg eru algengt og alvarlegt heilbrigðisvandamál og talið er að hvert sjálfsvíg...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigríður Harpa Hauksdóttir 1992-, Elín Árdís Björnsdóttir 1992-, Hanna Jóna Stefánsdóttir 1989-, Sigríður Sólveig Stefánsdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25021
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur áætlunarinnar er að undirbúa rannsókn sem skoðar reynslu einstaklinga af stuðningi eftir sjálfsvíg ástvina. Sjálfsvíg eru algengt og alvarlegt heilbrigðisvandamál og talið er að hvert sjálfsvíg geti haft mikil áhrif á u.þ.b. sex til tíu ástvini. Aðstandendur syrgja ekki einungis hinn látna heldur geta þeir einnig þurft að horfast í augu við reiði, angist og sektarkennd yfir því að hafa ekki getað komið í veg fyrir verknað ástvinarins. Aðstandendur upplifa gjarnan fordóma af hálfu samfélagsins og er því ljóst að stuðningur og utanumhald er mikilvægt. Rannsóknaraðferðin er eigindleg, unnið er eftir fyrirmynd Vancouver-skólans í fyrirbærafræði og notast er við hálfstöðluð viðtöl. Höfundar setja fram eftirfarandi rannsóknarspurningu sem leitast verður við að svara: Hver er reynsla aðstandenda af stuðningi af hálfu heilbrigðiskerfisins í kjölfar sjálfsvígs ástvinar? Þátttakendur rannsóknarinnar verða tíu aðstandendur á Íslandi sem misst hafa ástvin vegna sjálfsvígs. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni er að ástvinir hafi verið úr innsta hring fjölskyldunnar. Aðstandendur þeirra sem taka sitt eigið líf þurfa á auknum stuðningi frá heilbrigðiskerfinu að halda, þá sérstaklega til lengri tíma litið. Margir ná ekki að læra að lifa með missinum án utanaðkomandi aðstoðar. Fyrirhuguð rannsókn gæti því nýst til að varpa ljósi á það hversu mikilvægur stuðningur er. Starfsfólk heilbrigðiskerfisins gegnir lykilhlutverki þegar kemur að móttöku, stuðningi og eftirfylgni við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Lykilhugtök: Sjálfsvíg, aðstandendur, sorgarferli, stuðningur, heilbrigðiskerfi. This research proposal is a final thesis to a B.S. degree in nursing science at the University of Akureyri. The proposals purpose is to prepare a study which demonstrates people’s experience of support for family members after loosing a loved one from a suicide. Suicides are common and a serious health problem and it is estimated that on ...