Traust nemenda við Háskólann á Akureyri til fjölmiðla : fer traust til fjölmiðla dvínandi á Íslandi?

Samkvæmt könnun sem MMR lagði fyrir um traust almennings til hinna ýmsu stofnana á Íslandi kom í ljós að traust til fjölmiðla fer minnkandi og fór niður um 8 prósent frá árinu 2014 til 2015. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna traust almennings til fjölmiðla en til að afmarka rannsóknina var ákv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sara Ósk Káradóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25019
Description
Summary:Samkvæmt könnun sem MMR lagði fyrir um traust almennings til hinna ýmsu stofnana á Íslandi kom í ljós að traust til fjölmiðla fer minnkandi og fór niður um 8 prósent frá árinu 2014 til 2015. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna traust almennings til fjölmiðla en til að afmarka rannsóknina var ákveðið að einblína aðeins á nemendur við Háskólann á Akureyri. Reynt var að finna svör dvínandi trausts og skoðaðir voru hinir ýmsu möguleikar sem spanna allt frá trúverðugleika til eignarhalds fjölmiðlanna. Skoðaðir voru helstu miðlar landsins, mbl.is/Morgunblaðið, visir.is/Fréttablaðið og ruv.is/RÚV ásamt Stundinni og Kjarnanum, en það eru þeir miðlar sem eru tiltölulega nýir á fjölmiðlamarkanum og státa sig af því að vera lausir undan markaðsöflum og eignarhaldi. Önnur tilgáta höfundar var sú að nemendurnir bæru meira traust til þeirra miðla frekar en hinna þriggja rótgrónu miðlanna, þó svo að Ríkisútvarpið hafi ávallt borið höfuð og herðar yfir fjölmiðla landsins hvað traust varðar. Nánar er hægt að lesa um tilgátur og rannsóknarspurningar rannsóknarinnar í sjöunda kafla. Spurningalisti sem hannaður var af erlendri fyrirmynd var sendur á nemendur Háskólans á Akureyri þann 6. apríl 2016. Alls bárust 216 nothæf svör. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að nemendur við Háskólann á Akureyri bera mest traust til ruv.is/RÚV, þar á eftir kemur mbl.is/Morgunblaðið og í þriðja sæti er visir.is/Fréttablaðið. Sömuleiðis virðist eignarhald fjölmiðla, tengsl þeirra við hagsmunaröfl og stjórnmálaflokka ekki hafa afgerandi áhrif þegar kemur að tiltrú nemendanna. Niðurstöðurnar gáfu líka til kynna að trúverðugleiki fjölmiðla helst í hendur við orðspor þeirra. According to survey, which was submitted by the MMR to measure public trust in various institutions in Iceland, the trust in media is declining and has dropped by 8 percent from 2014 to 2015. The aim of this study is to research public trust in media, but to define the research it was decided to focus only on students at the University of Akureyri. Trying to find the ...