Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt : viðhorf hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku í garð vímuefnaneytenda og reynsla af hjúkrun þeirra.

Rannsóknaráætlun þessi er unnin til B.S gráðu við heilbrigðisvísindasvið í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Fyrirhuguð rannsókn hefur þann tilgang að rannsaka viðhorf hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku gagnvart vímuefnaneytendum og reynslu af hjúkrun þeirra. Hvort þeir hafi hlotið fræðslu um...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Rebekka Jóhannesdóttir 1984-, Helena Benjamínsdóttir 1975-, Hrönn Guðmundsdóttir 1976-, Sæunn Svana Ríkharðsdóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25016
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er unnin til B.S gráðu við heilbrigðisvísindasvið í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Fyrirhuguð rannsókn hefur þann tilgang að rannsaka viðhorf hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku gagnvart vímuefnaneytendum og reynslu af hjúkrun þeirra. Hvort þeir hafi hlotið fræðslu um hjúkrun vímuefnaneytenda og hvort þörf sé á aukinni fræðslu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að aukin fræðsla og menntun til hjúkrunarfræðinga er ábótavant þar sem þeir eru í lykilaðstöðu til að veita vímuefnaneytendum faglega hjúkrun. Vímuefnaneytendum fer fjölgandi hér á landi og eru þessir einstaklingar með flókinn vanda og þarfnast krefjandi hjúkrunar. Bráðamóttaka er oft þeirra fyrsti viðkomustaður í leit að aðstoð með sín mál. Í rannsókninni verður áhersla lögð á reynslu og viðhorf hjúkrunarfræðinga í garð vímuefnaneytenda sem koma á bráðamóttöku. Ástæða þykir að gera þessa rannsókn þar sem reynsla og viðhorf hjúkrunarfræðinga á Íslandi eru óljós en ekki hefur verið gerð rannsókn um þetta málefni hér á landi. Rannsókn þessi gæti leitt í ljós hvort þörf er á frekari fræðslu meðal starfandi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, ásamt því að auka líkur á að hjúkrunarnámið verði bætt svo nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir að takast á við málefni vímuefnaneytenda. Notast verður við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem óstöðluð viðtöl verða tekin við hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Það er einlæg ósk höfunda að hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku geti veitt vímuefnaneytendum faglega hjúkrun og sýnt þeim umhyggju sem einstaklingum án fordóma. Lykilhugtök: hjúkrunarfræðingar, vímuefnaneytendur, fordómar, viðhorf, reynsla, fræðsla og hjúkrun. This research proposal is for a B.Sc. degree at the School of Health Sciences in the Faculty of Nursing at the University of Akureyri. The proposed research has the purpose of studying the attitude of nurses in the emergency room toward drug addicts and the experience of nurses when receiving drug addicts to the emergency room. Whether they have received information about the ...