Líkamsánægja, hreyfing og heilsa stúlkna í 10. bekk í íslenskum grunnskólum : áhrif hreyfingar á líkamsánægju og heilsu

Verkefnið er lokað til 20.4.2026. Lýðheilsustöð og Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin hafa bæði sett fram ráðleggingar um hreyfingu unglinga þar sem miðað er við að börn og unglingar hreyfi sig í 60 mínútur dag hvern. Notast var við gögn sem koma frá alþjóðlegri rannsókn sem nefnist ,,Health Behaviour...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lena Rut Guðmundsdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25001
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 20.4.2026. Lýðheilsustöð og Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin hafa bæði sett fram ráðleggingar um hreyfingu unglinga þar sem miðað er við að börn og unglingar hreyfi sig í 60 mínútur dag hvern. Notast var við gögn sem koma frá alþjóðlegri rannsókn sem nefnist ,,Health Behaviour in School-aged Children“ (HBSC) en sú rannsókn skoðar heilsuhegðun og lífskjör unglinga. Einungis var notast við svör frá stúlkum í 10. bekk, heildarfjöldi þátttakanda var 3.618 þar af 1731 stúlkur. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort stúlkurnar hreyfðu sig samkvæmt þeim viðmiðum sem sett eru unglingum ásamt því að skoða hvort meiri hreyfing skili aukinni líkamsánægju, líkamsímynd og heilsustigi. Þar að auki var skoðað hvort að líkamsánægja tengdist því hvort stúlkurnar töldu sig vera fá fræðslu í skólum um mikilvægi íþrótta og líkamsræktar. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að stúlkurnar væru ekki að hreyfa sig nægilega mikið ef farið er eftir viðmiðum um daglega hreyfingu og um þriðjungur stúlknanna var óánægður með líkama sinn. Hreyfing hefur hins vegar marktæk jákvæð tengsl við líkamsánægju og er hreyfing, í það minnsta 4-6 sinnum í viku utan skólatíma líklegust til að bæta líkamsímynd og draga úr óánægju með líkamann. Þær sem fengu fræðslu um mikilvægi líkamsræktar og íþrótta í skólum voru almennt ánægðari með líkamann og eftir því sem stúlkurnar voru ánægðari með líkamann því betri heilsu töldu þær sig hafa. Lykilorð: Líkamsímynd, líkamsánægja, hreyfing, heilsa, stúlkur, fræðsla í skólum The Public Health Institute in Iceland and World Health Organization (WHO) recommend 60 minutes of physical activity each day for adolescents. This study uses data from an international school-based survey ,,Health Behaviour in School-aged Children’’(HBSC) focusing on health behaviour and well-being among young people. The study included 3.618 participants from 10th grade in Iceland and 1731 of them were girls. The aim of this study was to examine whether the girls exercise according to the criteria set for ...