Ruslakistan : kennsluspil um atviksorð fyrir elsta stig grunnskóla

Greinargerð þessi fylgir kennsluspilinu Ruslakistunni sem saman eru lokaverkefni til B.Ed.-prófs í kennarafræði við Háskólann á Akureyri. Spilið er ætlað fyrir efsta stig grunnskóla til að æfa notkun og greiningu atviksorða og skerpa á málfræðireglum þeim tengdum. Kennsla atviksorða virðist hafa len...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lára Antonía Halldórsdóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24998
Description
Summary:Greinargerð þessi fylgir kennsluspilinu Ruslakistunni sem saman eru lokaverkefni til B.Ed.-prófs í kennarafræði við Háskólann á Akureyri. Spilið er ætlað fyrir efsta stig grunnskóla til að æfa notkun og greiningu atviksorða og skerpa á málfræðireglum þeim tengdum. Kennsla atviksorða virðist hafa lent útundan í málfræðikennslu grunnskóla og flestir þeir sem voru spurðir út í atviksorð og greiningu þeirra við vinnslu þessa verkefnis sögðust setja orð í flokk atviksorða ef þau pössuðu hvergi annars staðar. Þaðan kemur nafnið á spilinu til - atviksorðaflokkurinn er ruslakistan þar sem við hendum því sem passar ekki annars staðar. Við gerð spilsins var hugsað til þess að kynna efnið á einfaldan hátt og ekki kafa of djúpt í fræðin. Endurtekning á efninu og að vinna með fyrri þekkingu nemenda er ætlað að festa hana betur í minni. Greinargerðin styðst við hin ýmsu málfræðirit og leitast er eftir að finna milliveginn þegar fræðimenn á þessu sviði eru ekki sammála. Greinargerðin fer talsvert dýpra í fræðin heldur en spilið gerir. Stuðst er við aðalnámskrá grunnskóla, bæði almennan hluta sem og hlutann um málfræðikennslu. Jafnframt er haft til hliðsjónar hvaða kennsluaðferðum spilið þjónar. Spilareglurnar eru útskýrðar mun betur í greinargerðinni en í bæklingnum sem fylgir spilinu. Það eru færð rök fyrir því af hverju reglurnar eru eins og þær eru og einnig eru kynntar fleiri útfærslur á þeim. Spurningaspjöldin sem fylgja spilinu eru einnig útskýrð. Spilið er ekki einungis ætlað sem kennslugagn í atviksorðum heldur til að brjóta upp hina daglegu kennslu. Það hentar vel fyrir kennara sem vilja blanda saman fjölbreyttum kennsluaðferðum til að ná til sem flestra nemenda. Spilið er hugsað, ásamt því að kenna notkun og greiningu atviksorða, til að þjálfa nemendur í rökhugsun, útsjónarsemi, rökræðum og hópavinnu. This report along with a learning game called Ruslakistan (The Trash Bin) are a final assignment towards a B.Ed. degree from the University of Akureyri. The game is designed for the oldest students in elementary ...