Eru Píratar hægri eða vinstri flokkur? : samanburður og greining á stefnuskrám Pírata og annarra stjórnmálaflokka á þingi.

Höfundur getur þess í upphafi að rót hafi komist á merkingu flokka á hinum hefðbundna kvarða, vinstri og hægri, sem rekja má til stéttaþings í Frakklandi á 18.öld. Afstöður stjórnmálaflokka til málefna þverskera hin hefðbundnu vinstri/hægri gildi, og nokkuð ber á að nýjar stjórnmálastefnur ryðji sér...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kjartan Þorvaldsson 1973-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24995
Description
Summary:Höfundur getur þess í upphafi að rót hafi komist á merkingu flokka á hinum hefðbundna kvarða, vinstri og hægri, sem rekja má til stéttaþings í Frakklandi á 18.öld. Afstöður stjórnmálaflokka til málefna þverskera hin hefðbundnu vinstri/hægri gildi, og nokkuð ber á að nýjar stjórnmálastefnur ryðji sér til rúms þar sem staðsetning þeirra á hægri/vinstri kvarða stjórnmála er óljós. Svo er einnig um hið nýja afl í íslenskum stjórnmálum, Pírata, sem sópað hafi til sín fylgi, þótt Píratar hafi ekki enn skilgreint sig jafn ítarlega og aðrir, eldri stjórnmálaflokkar. Höfundur setur því upp þá rannsóknarspurningu hvar Píratar eru staddir á vegi stjórnmálanna, hvaða afstöðu þeir taka í helstu málaflokkum eftir yfirlýsingum þeirra á vefsíðu þeirra að dæma. Hann leyfir sér síðan með aðferðafræði orðræðugreiningar í huga að gefa einstökum stjórnmálaflokkum einkunnir að eigin huglægu mæti á grundvelli stefnuyfirlýsinga þeirra og setur það mat síðan upp í samantektir, þar sem greina megi vinstri-hægri halla þeirra. Ekki kemur þá á óvart að flokkarnir raði sé í ákveðna röð þar sem VG er lengst til vinstri og Sjálfstæðisflokkur lengst til hægri. Náin skoðun á stefnumiðum Pírata leiðir í ljós að þeir séu miðjuflokkur með nokkurn vinstri halla. Galli er á að Píratar hafi ekki tekið afstöðu í mikilvægum málaflokkum, s.s. utanríkismálum, sem torveldar að merkja þeim stað á stjórnmálakvarðanum. The author observes at the beginning that the traditional method of identifying political parties on the traditional scale of left and right had its origin in the Estates-General in France in the 18th century. Of late, the political positions of individual parties have begun to traverse the traditional left-right values, and new political directions have emerged in many countries that are difficult to place on the left-right scale. This also applies to the new political party in Iceland, the Pirates, that has attracted a very large following despite not having clearly spelled out its position in the same detail as other, older political ...