Leikræn tjáning sem kennsluaðferð

Þetta lokaverkefni okkar til B.Ed. -prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri er tvíþætt; annars vegar fjöllum við um sögu leikrænnar tjáningar frá erlendum grunni þar til hún kom til Íslands á 8. áratug síðustu aldar, og hins vegar um leikræna tjáningu sem kennsluaðferð og gildi hennar í ljósi fr...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Katrín Ágústa Thorarensen 1980-, Hulda Björk Snæbjarnardóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24994
Description
Summary:Þetta lokaverkefni okkar til B.Ed. -prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri er tvíþætt; annars vegar fjöllum við um sögu leikrænnar tjáningar frá erlendum grunni þar til hún kom til Íslands á 8. áratug síðustu aldar, og hins vegar um leikræna tjáningu sem kennsluaðferð og gildi hennar í ljósi fræða og námskenninga, ásamt kostum hennar og göllum. Einnig munum við fjalla um skólastefnuna skóla án aðgreiningar og velta fyrir okkur hvernig leikræn tjáning sem kennsluaðferð fellur undir hana. Nokkrar aðalnámskrár eru til umfjöllunar í ritgerðinni og er rýnt í þær með tilliti til leikrænnar tjáningar og þeirrar þróunar sem varð á kennsluaðferðinni á tímabilinu 1976 til 2013. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á notkun leikrænnar tjáningar og viðhorfum til hennar sem kennsluaðferðar eru allnokkrar og benda niðurstöður þeirra til þess að kynningu og kennslu í kennaranámi á leikrænni tjáningu sem kennsluaðferð og þekkingu kennara á henni sé ábótavant. Til þess að leikræn tjáning sem kennsluaðferð fái að blómstra, þurfa viðhorf kennara og menntastofnana til ávinningsins af notkun hennar í grunnskólum landsins að breytast. Notkun leikrænnar tjáningar í kennslu fellur vel að öllum grunnþáttunum sem lýst er í núgildandi aðalnámskrá; læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og sköpun, auk þess sem hún þjálfar nemendur í að vera ábyrgir og heilsteyptir samfélagsþegnar. Leikurinn er, samkvæmt fræðimönnum, undirstaða náms og þroska barna og ungmenna. Leikræn tjáning byggir á hugmyndum leiksins og gildi hans sem kennsluaðferðar. Er það því von okkar að viðhorf til leikrænnar tjáningar sem kennsluaðferðar þróist til betri vegar þar sem kostir hennar og ávinningur eru of góðir til að sleppa henni. Niðurstöður okkar eru þær að leikræn tjáning sé vannýtt kennsluaðferð og að fjölbreytilegir möguleikar hennar þurfi að fá meira vægi í skólastarfi. The following essay is a final assignment for a B.Ed. degree at the faculty of Education at the University of Akureyri. The subject addressed in the ...