Erlendir nemendur í íslensku skólakerfi

Verkefnið er lokað til 30.4.2021. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fer fjölgandi. Árið 1998 voru 5.635 erlendir ríkisborgarar á landinu en árið 2015 voru þeir orðnir 24.294. Fjölmenningarlegt samfélag er orðið að veruleika og þörfin fyrir breytingar á grundvallarhugmyndum samfélagsins er orðin meiri...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Inga Rún Ólafsdóttir 1992-, Rebekka Rut Rúnarsdóttir 1978-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24987
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 30.4.2021. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fer fjölgandi. Árið 1998 voru 5.635 erlendir ríkisborgarar á landinu en árið 2015 voru þeir orðnir 24.294. Fjölmenningarlegt samfélag er orðið að veruleika og þörfin fyrir breytingar á grundvallarhugmyndum samfélagsins er orðin meiri á hinum ýmsu sviðum. Markmiðið með ritgerðinni er að kanna hvernig staðið er að námi erlendra nemenda á Íslandi og hvort skólar hafi ákveðna stefnu þegar kemur að móttöku nemenda af erlendum uppruna. Við teljum að mikilvægt sé að erlendir ríkisborgarar sem koma hingað til lands fái þau tækifæri sem þeir þurfa til að aðlagast umhverfinu og nýju samfélagi. Rýnt er í nokkrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á málefnum erlendra nemenda og niðurstöður kynntar. Í ritgerðinni er leitast við að skilgreina hugtök og varpa ljósi á stöðu erlendra nemenda í íslensku skólakerfi, hvert sé mikilvægi móðurmáls og fjölmenningarlegrar menntunar og hvað hefur áunnist í tengslum við þessa nemendur. Niðurstöður leiða í ljós að með árunum hefur skólakerfið á Íslandi náð að aðlaga sig betur að erlendum nemendum. Þó virðist enn vera langt í land og margt sem betur má fara. The population of people with foreign nationality in Iceland is on the rise. In 1998, there were only 5,635 foreign nationals in the country, but in 2015 the number had risen to 24,294. A multicultural society is by now a reality and the need for changes to the fundamental ideas of the society has increased in various fields. The objective of this thesis is to examine how foreign students in Iceland adjust to Icelandic education and whether schools have a specific policy when it comes to the reception of foreign students. We believe that it is important that foreign nationals who come to the country are given the opportunities they need to adapt to the environment and to a new society. Several studies on the issues of foreign students are discussed and results introduced. The paper seeks to define terms and highlight the position of foreign students in the Icelandic ...