Ávinningur landsbyggðarinnar af strandveiðum

Sjávarútvegurinn er stór hluti af lífsviðuværi margra smárra sjávarþorpa á Íslandi, og getur starfsemi veiða og vinnslu verið mikilvæg uppspretta atvinnu fyrir einstaklinga og tekna fyrir samfélög. Það er nauðsynlegt fyrir þessar smáu byggðir að hafa aðgang að sjálfbærum fiskveiðum til að geta framf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Inga Rut Hjartardóttir 1981-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24986
Description
Summary:Sjávarútvegurinn er stór hluti af lífsviðuværi margra smárra sjávarþorpa á Íslandi, og getur starfsemi veiða og vinnslu verið mikilvæg uppspretta atvinnu fyrir einstaklinga og tekna fyrir samfélög. Það er nauðsynlegt fyrir þessar smáu byggðir að hafa aðgang að sjálfbærum fiskveiðum til að geta framfleytt sér og sínum enda eru oft eru ekki margir aðrir valkostir í boði. Árið 2009 var sett á nýtt kerfi sem kallaðist strandveiðar, til að styrkja þessar smáu byggðir efnahagslega og greiða fyrir aðgang og nýliðun í sjávarútvegi. Almenn ánægja hefur verið með þessar veiðar í litlum bæjarfélögum, þó skortir upplýsingar varðandi tilteknar bætur til einstakra samfélaga og hvernig aflabrögð strandveiða hafa breyst í tímans rás. Markmið þessarar skýrslu er að kanna ávinning sjávarbyggða af strandveiðikerfinu og getu kerfisins til að styrkja byggðarlögin. Í skýrslunni eru einnig kannaðar leiðir til að betrumbæta kerfið þannig að aðgengi fyrir einstaklinga verði auðveldað og að það nýtist smærri byggðarlögum jafnvel enn betur en er í dag. Til að meta þessa þætti voru gögn frá Hagstofu Íslands og Reiknistofu Fiskmarkaðanna greind með það fyrir augum að átta sig á þeim verðmætum sem strandveiðiflotinn ber að landi. Meðalverð þorskafla frá strandveiðum voru borinn saman við meðalverð þorskafla annarra útgerðaflokka og hlutfall strandveiðiafla af heildarlöndunum í völdum höfnum kannaðar yfir mánuðina maí-ágúst. Að auki var spurningakönnun lögð fyrir mikilvæga hagsmunaaðila í þremur bæjarfélögum Bolungarvík, Bakkafirði og Grímsey til að kanna kosti strandveiða betur í þessum bæjarfélögum. Skriflegri könnun var dreift til fjögurra fulltrúa hagsmunaaðila í hverju bæjarfélagi þ.e.a.s. til bæjarstjóra/bæjarfulltrúa, hafnarstjóra, framkvæmdastjóra fiskmarkaðarins og verslunarstjóra matvöruverslunarinnar í bænum. Spurningakönnunin einblíndi á hvernig strandveiðar gætu bætt samfélögin, reynslu svarenda af strandveiðum í sinni atvinnugrein og framtíðarsýn strandveiða til að þjóna samfélögum sem best, sjá má spurningar í viðauka 1a-d. ...