Summary: | Mikilvægi sjávarafurða hefur lengi verið þekkt á Íslandi og er mikið tækifæri fólgið í því að nýta hliðarafurðir þeirra til þess að geta aukið heildarverðmæti afurðanna og um leið bætt umgengni um auðlindina og umhverfi okkar. Gullkarfi (Sebastes marinus) og hörpudiskur (Chlamys islandica) eru bæði sjávarafurðir sem veiddar eru hér við land og voru hliðarafurðir úr vinnslu þessara afurða nýttar í þessu verkefni. Markmið verkefnisins var að mæla eftirsóknarverða lífvirkni fyrir snyrtivörur í hörpuskel, fiturönd karfa með því að skoða karfaflak og vinnsluvatni frá karfavinnslu. Einnig var markmið verkefnisins að setja upp próf sem mælir græðandi virkni með mælingum á vaxtarþættinum FGF2. Efniviðurinn var unninn á mismunandi máta og lífvirkni dregin út með mismunandi aðferðum. Andoxunarvirkni var mæld með tveimur aðferðum, 2,2-diphenyl-1-picrylhydrazyl og heildar andoxunarvirkni. Bólguhamlandi virkni var mæld með hindrun á ensíminu 5-lipoxygenasa og græðandi virkni með mælingu á styrk vaxtarþáttarins FGF2. Helstu niðurstöður sýna að lífvirkni er að finna í efniviðnum og mældist hún mest í hörpuskel. Einnig er ljóst að hægt er að nota enzyme-linked immunosorbent assay til þess að mæla styrk FGF2 í sýnum. Lykilorð: Lífvirkni, vaxtarþáttur, hliðarafurðir, hörpuskel, karfi The importance of marine product has long been known and there are great opportunities to use their side product for increasing the total value of the products and at the same time improve the utilization of the natural resource and the environment. Golden redfish (Sebastes marinus) and scallops (Chlamys islandica) are both marine products that are caught around Iceland and in this project side products from the processing of these products were investigated. The goal of the project was to measure desirable bioactivity for cosmetics, derived from scallop shell, wastewater from redfish processing and the lipid rich muscle from redfish, known as curd in salmon. Also, the aim of the project was to set up an assay to measure wound-healing activity through measuring the concentration of fibroblast growth factor 2 (FGF2). The bioactivity was extracted using different approach and using three different approaches. Three bioactive factors were measured. Antioxidant activity was measured using two different approach, 2,2-diphenyl-1-picrylhydrazyl and total antioxidant capacity. Anti-inflammatory activity was measured by inhibition of the 5-lipoxygenase and wound healing activity by measuring the concentration of the fibroblast growth factor 2. The main results show that bioactivity was observed in all products but varied, with the highest activity measured in scallop shells. Also, enzyme-linked immunosorbent assay may be used to measure the concentration of FGF2 in various samples. Keywords: Bioactivity, growth factor, side products, scallop, redfish
|