Kennsla um auðlindir sjávar á Húsavík : námspakki fyrir unglingastig

Verkefni þetta er unnið til B.Ed.-prófs í kennarafræðum við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Markmið þess er að útbúa aðgengilegan námspakka fyrir kennara unglingastigs grunnskólans á Húsavík. Áhersla er lögð á sjálfbærni, sköpun og auðlindir sjávar og hvernig megi styrkja þessa þætti náms með því...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hrefna Hlín Sigurðardóttir 1994-, Helga Kolbeinsdóttir 1984-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24984
Description
Summary:Verkefni þetta er unnið til B.Ed.-prófs í kennarafræðum við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Markmið þess er að útbúa aðgengilegan námspakka fyrir kennara unglingastigs grunnskólans á Húsavík. Áhersla er lögð á sjálfbærni, sköpun og auðlindir sjávar og hvernig megi styrkja þessa þætti náms með því að sýna kennurum þá möguleika sem svæðið í kringum grunnskólann á Húsavík býður upp á og gera þeim undirbúning auðveldari. Verkefnið er hluti af framlagi Háskólans á Akureyri til CRISTAL-verkefnisins, sem snýst um að gera módel af samfélagi þar sem frumkvöðlamennt, tækninám, sjálfbærni og sköpun eru innleidd á öll skólastig. Lagður er fram námspakki í formi fimm daga þemaviku. Hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla frá 2013 voru höfð til hliðsjónar við gerð námsmarkmiða námspakkans. Höfundar fóru á Húsavík og framkvæmdu þarfagreiningu með því að taka viðtal við samfélagsgreinakennara Borgarhólsskóla og leggja netkönnun fyrir úrtak nemenda á unglingastigi. Niðurstöður þarfagreiningarinnar leiddu í ljós að bæði kennari og nemendur eru á heildina litið ánægðir með kennsluna um auðlindir sjávar. Eini sameiginlegi þátturinn sem þátttakendur nefndu að bæta mætti, var að auka vægi verklegrar kennslu og nýtingar nærumhverfis skólans með útikennslu. Við gerð námspakkans var horft til þessara niðurstaðna og rík áhersla lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir, sérstaklega verklegar æfingar og útikennslu. Verkefninu fylgja glærusýningar, sniðmát kennsluáætlananna og gátlistar fyrir námsmat sem nýtast við kennslu á efninu. Það er von höfunda að námspakkann nýtist í grunnskólum landsins til eflingar auðlindakennslu. This project is a final assignment for a B.Ed.-degree within the Faculty of Education at the University of Akureyri. The aim of this project is to assemble a syllabus for the secondary school at Húsavík. Emphasis is put on sustainability, creativity and marine resources and how these factors can be strengthened, by pointing out to the teachers all the possibilities available in the close surroundings of the school, and to ...