Hvað stendur til boða varðandi úrræði við fæðingarþunglyndi? : meðferðir við fæðingarþunglyndi

Geðheilbrigði hefur mikið verið í sviðsljósinu á Íslandi undanfarin misseri. Þunglyndi er ein algengasta geðröskunin og er talið að um 350 milljón manns kljáist við þunglyndi á hverjum tíma um heim allan. Fæðingarþunglyndi hefur sömu greiningarskilmerki og þunglyndi en þau einkenni koma fram ýmist á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hjördís Arnarsdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24981
Description
Summary:Geðheilbrigði hefur mikið verið í sviðsljósinu á Íslandi undanfarin misseri. Þunglyndi er ein algengasta geðröskunin og er talið að um 350 milljón manns kljáist við þunglyndi á hverjum tíma um heim allan. Fæðingarþunglyndi hefur sömu greiningarskilmerki og þunglyndi en þau einkenni koma fram ýmist á meðgöngunni eða innan fjögurra vikna frá barnsburði. Erfitt er að alhæfa um algengi fæðingarþunglyndis en flestar rannsóknir benda til þess að algengt sé að á milli 10-15% þjáist af fæðingarþunglyndi á hverjum tíma. Þá eru ákveðnir þættir líkt og hjúskapastaða, saga um geðsjúkdóma og fleira sem eru taldir vera áhættuþættir fyrir fæðingarþunglyndi. Fæðingarþunglyndi hefur áhrif, ekki bara á þann sem upplifir það heldur einnig á börnin. Því er mikilvægt að grípa inn í aðstæðurnar og veita þá meðferð sem þörf er fyrir. En hvaða meðferðir standa til boða við fæðingarþunglyndi og hvenær hentar hvaða meðferð? Hvað stendur foreldrum á Íslandi til boða? Notast var við yfirlits rannsóknarsnið við skrif þessarar ritgerðar. Lyfjameðferð, samtalsmeðferð, hugræn atferlismeðferð og núvitund eru þær hefðbundnu meðferðir sem standa til boða. Lyfjameðferð og samtalsmeðferð hafa verið rannsakaðar mest af þessum rannsóknum og kemur á óvart hversu lítið er til af rannsóknum á hinum meðferðunum. Þegar kemur að óhefðbundnum meðferðum hafa meðferðir eins og jóga, hreyfing og ómega-3 fitusýrur verið skoðaðar. Á Íslandi er starfrækt svokallað FMB (Foreldrar Meðganga Barn) teymi sem sérhæfir sig í meðhöndlun fæðingarþunglyndis. Hins vegar er erfitt að afla upplýsinga um þau meðferðarúrræði sem standa til boða á Íslandi og er nauðsynlegt að auka sýnileika og fjölbreytni þeirra úrræða sem standa til boða. Lykilorð: Fæðingarþunglyndi, hefðbundin meðferð, óhefðbundin meðferð Mental health has been in the spotlight in Iceland recently. Major depressive disorder is one of the most common mental disorders and approximately 350 million people worldwide are thought to suffer from depression at any given time. Postpartum depression has the same ...