Nú bráðliggur á : upplifun feðra í kjölfar bráðakeisara

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna upplifun feðra af bráðakeisara ásamt því að kanna hvaða áhrif upplifunin getur haft á sálræna líðan þeirra. Einnig er tilgangur hennar að kanna hvaða áhrif bráðkeis...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hilda Hólm Árnadóttir 1981-, Valdís Bergmann Jónsdóttir 1979-, Valur Freyr Halldórsson 1974-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24980
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna upplifun feðra af bráðakeisara ásamt því að kanna hvaða áhrif upplifunin getur haft á sálræna líðan þeirra. Einnig er tilgangur hennar að kanna hvaða áhrif bráðkeisari getur haft á samband og samskipti feðra við maka sinn og barn. Rannsóknarspurning sem leitast verður við að svara er: Hver er upplifun feðra af bráðakeisara, hvaða áhrif hefur hún á sálræna líðan feðra og samband þeirra við maka og barn? Eldri rannsóknir sýna að flóknar tilfinningar og hugsanir eiga sér stað meðal feðra þegar tekin er ákvörðun um bráðakeisara. Feður sem ganga í gegnum bráðakeisara með maka sínum geta fengið áfall, ásamt því upplifa atburðinn sem mikinn streituvald, neikvæða og yfirþyrmandi reynslu sem leitt getur til langtíma áhrifa á sálræna líðan þeirra. Rannsóknir sýna að líkur eru á að feður þrói með sér þunglyndi og/eða áfallastreituröskun fái þeir enga aðstoð við að vinna úr áfallinu, en það getur leitt til neikvæðra áhrifa á samband þeirra við maka og barn. Þessi rannsókn byggist á eigindlegri aðferðafræði þar sem stuðst verður við Vancouver-skólann í fyrirbærafræði. Úrtakið verður úr þýði íslenskra karlmanna á aldrinum 25-45 ára sem lent hafa í bráðakeisara með maka sínum. Þróaður var viðtalsrammi með sjö hálfstöðluðum spurningum. Við vinnslu á viðtalsrammanum var tekið viðtal við föður sem gengið hafði í gegnum tvo bráðakeisara með eiginkonu sinni. Mikil þörf er á að rannsaka áhrif bráðakeisara á feður þar sem þeir fá litla sem enga fræðslu né eftirfylgd í mæðra, ung- og smábarnavernd. Einnig virðist heilbrigðisstarfsfólk og samfélagið ekki vera meðvitað um þau áhrif sem bráðakeisari getur haft á feður og fjölskyldur þeirra. This research proposal is a final dissertation leading to a B.Sc. degree in nursing from the University of Akureyri. The purpose of this study is to examine the affect a mother’s acute caesarean section has on the father. It explores the psychological impact of the ...