Summary: | Verkefnið er lokað til 20.4.2026. Geðræn vandamál hafa aukist hjá börnum og unglingum síðustu ár. Talið er að 10-20% barna í heiminum komi til með að þjást af geðheilsuvandamálum einhvern tímann á ævinni. Ný geðheilbrigðisáætlun fyrir Ísland er í mótun þar sem stendur til að bæta verulega úrræði fyrir börn og unglinga með því að að auka geðheilbrigðisstarfsfólki, fjölga meðferðarúrræðum, tryggja þjónustu óháð búsetu, koma í veg fyrir grá svæði milli þjónustukerfa og stytta biðtíma innan ítar- og sérþjónustunnar. Markmið rannsóknarinnar var að safna saman þeim úrræðum sem eru í boði fyrir börn og unglinga með geðsjúkdóma. Hvert er hægt að leita eftir aðstoð og hvað er hægt að gera til að þessir sjúkdómar skerði ekki lífsgæði meira en þeir þurfa. Hvaða meðferðir eru í boði? Grunn-, sér- og ítarþjónusta var skoðuð og hvað tilheyrir hvaða þrepi. Síðan voru úrræði skoðuð fyrir Norðurland, aðallega Akureyri og Húsavík. Gögnum var safnað á netinu, fréttir um málefni skoðuð og viðtöl tekin við aðila sem tengjast þessu málefni. Niðurstöður rannsóknar sýndu að aðgengi barna og unglinga að sálfræðingum eða geðlæknum á Norðurlandi er ekki nógu gott. Langir biðlistar eru í sér- og ítarþjónustu og getur það tekið upp að tveimur árum að komast í greiningar hjá Þroska og hegðunarstöðinni. Erlendar rannsóknir hafa sannað það að sálfræðimeðferðir eins og hugræn atferlismeðferð, núvitundarmiðuð hugræn atferlismeðferð og díalektísk atferlismeðferð virka oft vel sem fyrsta inngrip við vandmálum eins og þunglyndi, kvíða, sjálfskaðandi hegðun og hegðunarvanda hjá börnum og unglingum. Rannsóknir hafa einnig sýnt það að lyfjameðferðir virka oftast best í samvinnu við sálfræðimeðferðir eins og hugræna atferlismeðferð eða núvitundarmiðaða atferlismeðferð. Skólar sem nota núvitund eru með nemendur sem hafa betri skilning á tilfinningum, betri geðheilsu, námsgeta er meiri og eru einnig líkamlega hraustari. Mental disorders have increased in children and adolescents in recent years. It is estimated that 10-20% of children worldwide are ...
|