Kælikeðja saltfisks hjá Skinney-Þinganesi hf. : frá veiðum á markað

Verkefnið er lokað til 13.4.2136. Fiskur hefur löngum verið helsta útflutningsvara Íslendinga og er enn. Tækniframfarir sem orðið hafa eru gríðarlegar; um borð í skipum, í vinnslu og flutningi og mikil áhersla er nú orðin á að kæla fiskinn og halda honum köldum til þess að varðveita ferskleika hans....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnar Ásgeirsson 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24971
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 13.4.2136. Fiskur hefur löngum verið helsta útflutningsvara Íslendinga og er enn. Tækniframfarir sem orðið hafa eru gríðarlegar; um borð í skipum, í vinnslu og flutningi og mikil áhersla er nú orðin á að kæla fiskinn og halda honum köldum til þess að varðveita ferskleika hans. Verkefnið er unnið í samstarfi við Skinney-Þinganes hf., útgerðarfyrirtæki sem stundar saltfiskvinnslu frá Höfn í Hornafirði, en áhugi var fyrir því að skoða hitaferla í saltfiskverkuninni með það að leiðarljósi að greina þá þætti sem ekki standa nógu vel í ferlinu og gera tillögur að úrbótum. Ákveðið var að mæla hitastig í fiski allt frá veiðum og þar til hann kemur til kaupanda erlendis, en hitastig skiptir miklu máli hvað varðar gæði og geymsluþol fisksins. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka hitaferla saltfisks hjá Skinney-Þinganesi hf. frá veiðum til kaupenda. Skoðuð var hitakeðja fisks frá því að hann kom um borð í veiðiskip og þar til hann kom til vinnslu. Í vinnsluferlinu var lögð áhersla á að mæla hitastig í pæklun og að lokum var hita- og rakastig í flutningi frá fyrirtækinu til kaupenda erlendis skoðað. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvar í framleiðsluferli á saltfiski væri hitastigsstýringu ábótavant. Einnig var reynt að varpa ljósi á það hvers konar áhrifum fiskur verður fyrir í pækli eftir því hvar í pækilkeri hann er staðsettur og hvort skoða eigi breytingar á þeim hluta saltfiskverkunarinnar. Through the passage of time, fish export has been Iceland’s main industry. The progress regarding the industry has enhanced greatly, and the effects are to be found in every aspect, whether it pertains to the fishing ships, the production, or the export. An example of the progress is the emphasis on keeping the product fresh, by refrigerating the fish. This study was conducted in collaboration with Skinney-Þinganes, a fishing company located in Höfn Hornafirði, on the southeast coast of Iceland. One of Skinney-Þinganes’ products is salt-fish, and what this study aims to discuss is the salt-fish ...