Árangursmat á starfi Barna- og unglingageðteymis Sjúkrahússins á Akureyri : rannsóknaráætlun

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar er að finna aðferðir og mælitæki til að meta árangur Barna- og unglingageðteymis (BUG) sem starfar við Sjúkrahúsið á Akureyri. Mælitækin eiga að ná til skjólstæðinga tey...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gígja Valgerður Harðardóttir 1991-, Berglind Steindórsdóttir 1991-, Íris Grímsdóttir 1992-, Þorbjörg Viðarsdóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24967
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar er að finna aðferðir og mælitæki til að meta árangur Barna- og unglingageðteymis (BUG) sem starfar við Sjúkrahúsið á Akureyri. Mælitækin eiga að ná til skjólstæðinga teymisins, en þeir eru allflestir á aldrinum 6 til 18 ára, ásamt foreldrum/forráðamönnum þeirra og þeim kerfum, vinnustöðum og/eða skólum sem tengjast barninu. Rannsóknarspurning fyrirhugaðrar rannsóknar sem þessi rannsóknaráætlun leggur drög að er: Hver er árangur af starfi Barna- og unglingageðteymis Sjúkrahússins á Akureyri?”. Til að glöggva sig á viðfangsefninu lögðust höfundar í ítarlega heimildaleit sem miðaði að því að færa rök fyrir að þær meðferðir sem teymið veitir séu gagnreyndar og eigi rétt á sér. Heimildaleitin fólst einnig í að finna möguleg matstæki til að árangursmæla vinnu teymisins og ánægju foreldra/forráðamanna með þá þjónustu sem það veitir ásamt matstæki til þess að meta einkenni þunglyndis og kvíða hjá börnum. Höfundar leggja til að notaðir verði staðlaðir spurningalistar sem rannsakaðir hafa verið með tilliti til áreiðanleika og réttmætis. Þeir telja að með megindlegri rannsóknaraðferð og notkun þessara stöðluðu spurningalista megi meta árangur meðferðar BUG teymisins á áreiðanlegan hátt og endurspegla vinnu þess með því móti. Til að auka gæði þjónustu teymisins og ákvarða mikilvægi þess, til dæmis hvað varðar fjárveitingar frá ríkissjóði, er mikilvægt að sýna fram á árangur af starfi teymisins með gagnreyndum og stöðluðum mælitækjum. Höfundar vona að með þessari rannsóknaráætlun sé grunnur lagður að því að BUG teymið innleiði reglulegar árangursmælingar sem hluta af sínu starfi með það að markmiði að bæta meðferð skjólstæðinga og meta mikilvægi starfseminnar. Lykilhugtök: Barn, unglingur, geðsjúkdómur, gagnreynd meðferð, árangursmæling, þverfaglegt teymi, málastjórnun. This research proposal is a final thesis towards a B.Sc. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of the ...