Áhrif þverfaglegrar lífsstílsmeðferðar og magabandsaðgerðar vegna offitu á Íslandi : rannsóknaráætlun

Offita er heimslægt heilsufarsvandmál og orsök margra langvinnra sjúkdóma. Alvarlegastir þeirra eru sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar. Áhættuskimun og fræðsla til áhættuhópa er ákveðin forvarnarleið sem fagfólk getur veitt. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gerður Rún Ólafsdóttir 1989-, Birna Elínardóttir 1983-, Katla Vilmundardóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24966
Description
Summary:Offita er heimslægt heilsufarsvandmál og orsök margra langvinnra sjúkdóma. Alvarlegastir þeirra eru sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar. Áhættuskimun og fræðsla til áhættuhópa er ákveðin forvarnarleið sem fagfólk getur veitt. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangurinn er að skoða langtímaáhrif á heilsutengd lífsgæði af þverfaglegri lífsstílsmeðferð annars vegar og magabandsaðgerð hins vegar. Við gerð rannsóknarinnar verður notast við megindlega rannsóknaraðferð og verða þrjú mælitæki notuð; SF-36 heilsukvarði, sem metur heilsutengd lífsgæði, The Finnish Type 2 Diabetes Risk Assesment Form (FINDRISC), sem metur áhættu á að þróa með sér sykursýki II, og Áhættureiknir Hjartaverndar, sem metur áhættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóm. Öllum einstaklingum á aldrinum 35-75 ára á Íslandi sem sækja um að fara í magabandsaðgerð eða lífsstílsmeðferð verður boðin þátttaka í rannsókninni. Verða mælitækin þrjú notuð til að bera saman hópana tvo í upphafi meðferðar, að sex mánuðum liðnum og eftir eitt ár. Áætlaður heildarfjöldi verða 210 einstaklingar, sem miðast við þá sem nýttu sér þessi úrræði árið 2015. Magabandsaðgerð gegn yfirþyngd var farið að framkvæma á Íslandi árið 2015 og fer fjöldi aðgerðarþega sívaxandi. Þverfagleg lífstílsmeðferð er annað þekkt úrræði og fundu höfundar enga rannsókn sem ber saman þessar meðferðir. Helsta ályktunin er að mælitækin séu hentug til að meta heilsutengd lífsgæði og skima fyrir sykursýki II og hjarta- og æðasjúkdómum. Spurningalistarnir eru einfaldir í uppsetningu og þeim er auðsvarað. Þörf er á aukinni þekkingu og faglegri ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingum til þeirra sem leita úrræða gegn yfirþyngd. Lykilhugtök: Yfirþyngd og offita, líkamsþyngdarstuðull (LÞS), heilsutengd lífsgæði, þverfagleg lífsstílsmeðferð, magabandsaðgerð. Obesity is a worldwide health problem and the cause of many chronic diseases. The most severe being type II diabetes and heart disease. Risk screening and health education is a prevention method that ...