Tegundafjölbreytni og útbreiðsla rykmýssamfélaga (Chironomidae) í fjöruvist stöðuvatna á Íslandi

Rykmý er ríkjandi botndýrahópur í fjöruvist stöðuvatna á Íslandi og er mikilvægur hlekkur í vistkerfum vatna. Þrátt fyrir það hafa fáar rannsóknir farið fram á rykmýi í fjöruvist vatna hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa samfélögum og útbreiðslu rykmýs í fjöruvist stöðuvatna á Íslan...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erlín Emma Jóhannsdóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24948
Description
Summary:Rykmý er ríkjandi botndýrahópur í fjöruvist stöðuvatna á Íslandi og er mikilvægur hlekkur í vistkerfum vatna. Þrátt fyrir það hafa fáar rannsóknir farið fram á rykmýi í fjöruvist vatna hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa samfélögum og útbreiðslu rykmýs í fjöruvist stöðuvatna á Íslandi og kanna hvaða umhverfisþættir móta helst samfélög rykmýs. Rykmýslirfum var safnað af steinum í fjöruvist 34 vatna og þær greindar til tegunda og fæðuöflunarhópa. Þrjátíu og átta tegundir rykmýs fundust í þessum vötnum og einkenndust samfélögin af fáum ríkjandi tegundum af undirætt bogmýs (Orthocladiinae). Algengustu tegundirnar voru af þremur ættkvíslum sem voru: Psectrocladius, Orthocladius og Cricotopus. Tegundahópurinn P. (P.) limbatellus skar sig úr hvað þéttleika og algengi varðar en þessi hópur var ríkjandi eða næst ríkjandi hópur í meira en helmingi vatnanna. Í rannsókninni fannst ein ný undirættkvísl rykmýs sem hefur ekki verið getið áður hér á landi þ.e. Psectrocladius (Monopsectrocladius). Einnig fundust átta tegundir sem ekki hefur verið getið áður um í fjöruvist stöðuvatna hér á landi en eru þó á tegundalista yfir rykmýsfánu landsins. Með hliðsjón af fæðuöflunarhópum samanstóð rykmýsfánan að mestu af grotætum og þörungaætum. Stöðuvötnin voru flokkuð á grundvelli tegunda rykmýs og var beitt svo kallaðri TWINSPAN-flokkun við það. Hnitunargreining (PCA) var notuð til að kanna hversu lík stöðuvötnin voru hvað varðar rykmýstegundir og til að einangra þær umhverfisbreytur sem útskýrðu breytileika í samfélagsgerðum rykmýs var notast við þvingaða hnitunargreiningu (RDA). TWINSPAN-flokkunin leiddi af sér fjóra flokka og útskýrði hæð stöðuvatna yfir sjávarmáli, gerð og aldur berggrunns, dýpi og rafleiðni 30% breytileikans í tegundasamsetningu rykmýs. Nokkur munur var á milli vatnaflokkanna fjögurra hvað hæð yfir sjávarmáli og gerð og aldurs berggrunns varðaði sem lýsti sér í mismunandi samfélagsgerðum rykmýs. Flokkur A samanstóð af vötnum undir 200 m.h.y.s. og einkenndist fánan af fremur háu hlutfalli ránmýs og ...