Að vekja undrun og áhuga á náttúruvísindum : verkefnasafn í náttúruvísindum fyrir yngstu nemendur leikskólans

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í kennarafræðum. Viðfangsefni hennar er nám leikskólabarna á sviði náttúruvísinda. Ritgerðin fjallar um leiðir ungra barna til náms og byggir á kenningum fræðimannanna John Dewey, Lev Vygotsky og Loris Malaguzzi. Margir líta svo á að nám á sviði náttúruv...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Aldís Hilmarsdóttir 1989-, Karen Sif Stefánsdóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24934
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í kennarafræðum. Viðfangsefni hennar er nám leikskólabarna á sviði náttúruvísinda. Ritgerðin fjallar um leiðir ungra barna til náms og byggir á kenningum fræðimannanna John Dewey, Lev Vygotsky og Loris Malaguzzi. Margir líta svo á að nám á sviði náttúruvísinda sé of flókið fyrir nemendur leikskóla sem verður til þess að minni áhersla er lögð á það en annað nám. Við skoðun á aðalnámskrá leikskóla er nám á sviði náttúruvísinda ekki áberandi. Nánari athugun á grunnþáttum aðalnámskrár leiddi þó í ljós að náttúruvísindi tengist hverjum þeirra á einn eða annan hátt. Höfundar athuguðu einnig hvað væri til af námsefni fyrir leikskóla um kennslu á sviði náttúruvísinda. Þær athuganir leiddu í ljós að skortur er á einföldu og aðgengilegu námsefni á sviði náttúruvísinda sem hægt er að nota í leikskólastarfi. Erfitt er að fullyrða um hvort íslenskt námsefni sé til á því sviði en gefnar hafa verið út hinar ýmsu vísinda- og tilraunabækur. Þær eru þó ekki tengdar við kennslu og markhópur þeirra er elstu nemendur leikskóla og grunnskólabörn. Að mati höfunda vantaði því sérstaklega námsefni fyrir yngstu nemendur leikskólans sem þó væri hægt að útfæra fyrir eldri nemendur. Niðurstaðan sem hér er sett fram er því handbók með verkefnum sem innihalda skýr kennslufræðileg markmið og henta yngstu nemendum leikskólans. Verkefnin eru sett upp með skemmtun og nám í huga og er tilgangur þeirra allra að vekja undrun og áhuga nemenda. Þau byggja öll á því að nemendur séu virkir þátttakendur og fái að gera sem mest sjálfir. Umræður eru grundvöllur þess að verkefnin skili árangri og efla þau því félagsfærni og samvinnu nemenda á sama tíma og markvisst nám á sviði náttúruvísinda fer fram. This paper is the final assignment for a B.Ed. degree within the Faculty of Education at the University of Akureyri. The main topic is early childhood education in the natural sciences, aimed specifically at the youngest children in preschool. Natural science education is connected to theories by John Dewey, Lev ...