Snjókrabbi (Chionoecetes opilio) við Ísland?

Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að meta líkurnar á því að snjókrabbi (Chionoecetes opilio) berist á íslenska landgrunnið í ljósi þess að tegundin hefur þegar borist frá náttúrulegum heimkynnum sínum í Barentshaf og á landgrunnið við Svalbarða. Snjókrabbi er kuldakær krabbategund, sem átt hefur he...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Auður Ósk Emilsdóttir 1977-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24926
Description
Summary:Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að meta líkurnar á því að snjókrabbi (Chionoecetes opilio) berist á íslenska landgrunnið í ljósi þess að tegundin hefur þegar borist frá náttúrulegum heimkynnum sínum í Barentshaf og á landgrunnið við Svalbarða. Snjókrabbi er kuldakær krabbategund, sem átt hefur heimkynni í Atlantshafi við austurströnd Kanada og í Kyrrahafi frá Norðurhluta Alaska yfir Beringssund til austurstrandar Siberíu og Kamchatka suður til Kóreu, Japans og norður Kína. Samkvæmt skráðum heimildum veiddist snjókrabbi fyrst í Barentshafi árið 1996. Ekki er vitað hvernig þeir bárust á svæðið en leiddar hafa verið að því líkur að hann hafi borist þangað með köldum hafstraumum frá Austur-Síberíu en einnig er talið mögulegt að hann hafi borist þangað tilfallandi með kjölvatni skipa. Krabbanum hefur fjölgaði hratt og talið er að veiðanlegi stofninn í Barentshafi hafi verið allt að 370 milljón dýr árið 2014. Þar sem snjókrabbi hefur borist á landgrunnið við Svalbarða hafa aukist líkur á því að lirfur hans geti borist með svalsjó til annarra svæða t.d. á landgrunnið við Ísland. Í þessarri ritgerð er reynt að meta líkur á því að snjókrabbi geti borist til Íslands og hvaða afleiðingar slíkt gæti haft fyrir lífríkið á landgrunni Íslands, einkum ýmsar tegundir fiska og krabba. Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að snjókrabbi geti borist með köldum hafstraumum frá Svalbarðasvæðinu til Íslands og myndi sennilega þrífast vel á kaldari svæðum. Hinsvegar verður að teljast ólíklegt að krabbinn berist með straumum frá heimkynnum sínum við Austur-Kanada, enda eru hafstraumar, sem þaðan berast, hlýir og tengjast Golfstraumnum. Eins má ekki útiloka að hann berist t.d. með kjölvatni skipa. Ekkert er vitað um hugsanleg áhrif snjókrabba á nytjastofna við Ísland og verður því að leita eftir upplýsingum úr gögnum sem unnin hafa verið í tengslum við útbreiðslu og áhrif krabbans í Barentshafi. Þó snjókrabbi myndi berast til Íslands verður að telja óliklegt að hér verði veiðanlegur stofn fyrr en eftir 15-20 árum eftir að hans ...