Soil evolution in the dynamic area south of Vatnajökull

Jarðvegsmyndun á suðausturlandi, við rætur Vatnajökuls ber merki þess að í nágrenninu séu meirháttar uppsprettur fokefna. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna jarðvegsmyndun sunnan Vatnajökuls og áhrif fokefna þar á. Sérstaklega er rannsakað hver áhrif gjósku úr Öræfajökli 1362 e. Kr. og frá Vatn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Höskuldur Þorbjarnarson 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:English
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24900
Description
Summary:Jarðvegsmyndun á suðausturlandi, við rætur Vatnajökuls ber merki þess að í nágrenninu séu meirháttar uppsprettur fokefna. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna jarðvegsmyndun sunnan Vatnajökuls og áhrif fokefna þar á. Sérstaklega er rannsakað hver áhrif gjósku úr Öræfajökli 1362 e. Kr. og frá Vatnaöldum 1477 e. Kr. voru á jarðvegsþróun. Efna- og eðliseiginleikar jarðvegs voru greindir á fimm stöðum (Skaftafellsheiði, Sandfelli, Gröf, Nestanga og Steinadal, talið frá vestri til austurs), í samtals 58 jarðvegslögum. Þykkt gjóskunnar frá 1362 var frá 10 – 47 sm, en gjóskan frá 1477 mældist einungis á tveimur stöðum, í Gröf (6 sm) og Steinadal (8 sm). Áhrif gossins 1362 eru ekki einsleit á rannsóknarsvæðinu. Fyrir gosið 1362 var vel þróuð eldfjallajörð með A-B-C jarðvegslög alls staðar nema í Sandfelli þar sem vantaði A lag. Svipuð jarðvegslög eru að finna eftir 1362, en jarðvegur er þó sendnari. Á öllum stöðum utan Steinadals var marktækt hærra hlutfall leirsteinda neðan gjóskunnar frá 1362. Við Sandfell, sem er næst eldstöðinni í Öræfajökli og gjóskan var þykkust, hefur vistkerfið sennilega aldrei náð sér eftir gosið 1362. Í Steinadal þar sem votjörð var til staðar fyrir 1362 olli gjóskufallið 1362 og 1477 því að þar þróaðist brúnjörð eftir gosið. Í Gröf hafði gosið 1362 neikvæð áhrif á jarðvegsþróun með lítilli uppsöfnun lífræns efnis, lífræns kolefnis og leirsteinda en eftir gosið 1477 breyttist þróunin til hins betra að nýju. Í Skaftafellsheiði og við Nestanga voru áhrifin ekki eins augljós. Við Nestanga eru þó merki um óstöðugleika jarðvegs enda er jarðvegsuppsöfnun þar meiri en á nokkrum öðrum stað í rannsókninni eða 1,7 mm ár-1 frá 1362. Þessi mikla uppsöfnun bendir til þess að staðurinn sé ákomusvæði fokefnis. Versnandi loftslag tengt litlu ísöldinni og áframhaldandi nýting mannsins á svæðinu gæti hafa aukið enn á neikvæð áhrif eldgosanna. Soil formation along the southeast coast of Iceland, between Vatnajökull glacier and the south-eastern shoreline is highly influenced by the area´s proximity to major ...