Nýting jarðhita á Íslandi og umhverfisáhrif hennar

Ísland er mjög ríkt af jarðhita og skiptir þar lega landsins miklu máli. Íslendingar eru framarlega í jarðhitafræðum enda hafa þeir beislað jarðhitann lengi. Jarðhitinn er notaður til ýmissa nota, t.d. í raforkuframleiðslu, húshitun, sundlaugar, snjóbræðslukerfi, fiskeldi, ylrækt og iðnaðarframleiðs...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sveinn Þórir Björnsson 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24886
Description
Summary:Ísland er mjög ríkt af jarðhita og skiptir þar lega landsins miklu máli. Íslendingar eru framarlega í jarðhitafræðum enda hafa þeir beislað jarðhitann lengi. Jarðhitinn er notaður til ýmissa nota, t.d. í raforkuframleiðslu, húshitun, sundlaugar, snjóbræðslukerfi, fiskeldi, ylrækt og iðnaðarframleiðslu. Raforkuþörf hefur verið að aukast síðastliðin ár, og má rekja þessa aukningu aðallega til stórra iðnaðarfyrirtækja og fólksfjölgunar. Nú eru starfræktar 7 jarðhitavirkjanir á Íslandi sem eru stöðugt að auka afköst sín. Þótt að jarðhitanýting sé oft talinn vera umhverfisvænn kostur, þá fylgja óumflýjanlega neikvæð áhrif vinnslu hans. Þar fremst í flokki er losun á óæskilegum lofttegundum, sem geta haft áhrif á heilsu fólks og stuðla að gróðurhúsaáhrifunum. Einnig þarf að líta til og meta önnur umhverfisáhrif því þau geta haft alvarlegar afleiðingar, þó svo að þau séu oftast staðbundin. The location and geological setting of Iceland is the main reason for its abundant resources of geothermal energy. Iceland has been harvesting geothermal heat for decades and is now one of the leading nations in exportation of geothermal expertise. In Iceland geothermal power usage is diverse, such as for electricity production, house- and space heating, swimming pools, snow melting, fish farming, greenhouse heating and industrial uses. Recent increased demand for electric power can be traced to new industrial plants and growing population. Today there are 7 geothermal power plants operating in Iceland that are constantly growing their output. Even though geothermal heat usage is often thought of as an environmental friendly power source, it still has negative environmental impacts releated to it. The most notable one is the emission of harmful gases that can affect human health and contribute to the greenhouse effect. Other environmental impacts need to be addressed as well as they can have serious consequences, though they are most commonly localized.