Ákvörðun á sigspá fyrir vegi um mýrlendi

Veglagning um mýrlendi á Íslandi er nokkuð algeng vegna víðfeðmra mýrlendissvæða sem fara þarf um til að tengja byggðir landsins saman. Veglagning um slík svæði er ýmsum vandkvæðum háð vegna sérstakra eiginleika mýrarjarðvegs. Mýri hefur reynst afskaplega samþjappanleg, með hátt rakainnihald og tilt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arnar Freyr Þrastarson 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24884
Description
Summary:Veglagning um mýrlendi á Íslandi er nokkuð algeng vegna víðfeðmra mýrlendissvæða sem fara þarf um til að tengja byggðir landsins saman. Veglagning um slík svæði er ýmsum vandkvæðum háð vegna sérstakra eiginleika mýrarjarðvegs. Mýri hefur reynst afskaplega samþjappanleg, með hátt rakainnihald og tiltölulega lágan skúfstyrk. Hér á landi hafa vegir verið látnir fljóta ofan á mýrinni og er þá mikilvægt að setja ekki of mikið álag í einu á mýrina sem gæti valdið skúfbroti. Til þess að takast á við þetta í hönnun og framkvæmd hafa verið gerðar greiningar á skriði fyllingar og sigspár sem segja til um magn og tímalengd sigs. Sigspár skiptast upp í skamm- og langtímasigspár en útjöfnun vatnsþrýstings í mýrinni veldur skammtímasigi meðan endurröðun jarðvegstrefja undir stöðugu álagi orsakar langtímasig. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvað ber að hafa í huga við vegagerð um mýrlendi og varpa ljósi á og skrásetja þá aðferðafræði sem notuð er við sigreikninga vegna slíkrar vegagerðar. Þeirri þekkingu verður síðan beitt á nýjan Suðurlandsveg sem áætlaður er milli Hveragerðis og Selfoss, en sá vegur kemur til með að liggja að stórum hluta um mýrlendi. Þá verður skrið fyllingar vegna mögulegs skúfbrots skoðað, útbúnar skamm- og langtímasigspár og rætt um aðferðir til þess að koma í veg fyrir mismunasig og sig á líftíma vegarins. Með nákvæmum greiningum og sigspám er hægt að athuga hvar í sigferlinu vegurinn er staddur hverju sinni og hvort veglagning fylgi sigspá eftir. Ef vel tekst til við hönnun og framkvæmd er hægt að koma í veg fyrir, eða minnka allverulega, sig á notkunartíma vegarins með minni kostnaði í framkvæmd og viðhaldi. Construction of roads in Iceland around peatlands, to link the settlements of the island together, is somewhat common due to large spread peat zones. Road construction on such grounds can be problematic due to specific characteristics of the peat. Peat has tried out to be very compressible, with high moisture content and relatively low shear strength. In Iceland the method of letting the ...