Grímsfjall og Vatnafell á Snæfellsnesi: Niðurstöður bergefnagreininga

Snæfellsnes býður upp á ótrúlega fjölbreytni í jarðfræði. Elsta berg á Snæfellsnesi varð til við eldvirkni seint á tertíer og lauk þeim uppbyggingarfasa fyrir 6 milljónum ára. Á kvarter fyrir 2 milljónum ára tók eldvirkni sig aftur upp og þá hófst virkni eldstöðvakerfanna í dag, en þau eru Snæfellsj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Alexandra Björk Guðmundsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24881
Description
Summary:Snæfellsnes býður upp á ótrúlega fjölbreytni í jarðfræði. Elsta berg á Snæfellsnesi varð til við eldvirkni seint á tertíer og lauk þeim uppbyggingarfasa fyrir 6 milljónum ára. Á kvarter fyrir 2 milljónum ára tók eldvirkni sig aftur upp og þá hófst virkni eldstöðvakerfanna í dag, en þau eru Snæfellsjökull, Lýsuskarð og Ljósufjöll. Áhugavert er að skoða breytingar á kvikugerðum þessara eldstöðvakerfa í gegnum líftíma þeirra. Þeir Björn Sverrir Harðarson og Fitton (1991) hafa skrifað um aukna hlutbráðnun í myndunum frá Snæfellsjökli eftir hörfun ísaldarjökulsins seint á pleistósen. Niðurstöður þeirra voru að myndanir frá hlýskeiðum og jökulskeiðum eftir mörk Matuyama-Brunhes segulskeiðanna og myndanir frá nútíma eru svipaðar en myndanir frá síðjökultíma sýna merki um aukna hlutbráðnun. Í þessu verkefni voru bergefnagreiningar gerðar á Grímsfjalli og Vatnafelli á Snæfellsnesi. Grímsfjall liggur innan Ljósufjallaeldstöðvakerfisins og er talið hafa myndast við lok síðasta jökulskeiðs. Vatnafell er á jöðrum Lýsuskarðseldstöðvakerfisins og myndaðist milli umskipta frá jökulskeiði yfir í hlýskeið. Með fyrirliggjandi bergefnagreiningum af nútímahraunum frá Ljósufjalla- og Lýsuskarðseldstöðvakerfinu var gerður samanburður milli myndanna og helstu ferli sem stjórna styrk aðalefna og nokkra snefilefna í þeim könnuð. Niðurstöður voru þær að munur er á milli myndanna frá síðustu jökulskeiðum og frá nútíma. Líklegt er að þann mun megi útskýra með mismikilli hlutbráðnun á spínil lherzólíti og granat lherzólíti. Þessi tenging við aukna hlutbráðnun vegna hörfunar ísaldarjökulsins virðist þó ekki eiga við í tilfelli Grímsfjalls. Frekari rannsókna væri þörf á þeim ferlum sem mynda þessar kvikugerðir, eins og t.d. með frekari snefilefnagreiningum og mælingum á geislavirkum samsætum. Snæfellsnes offers an incredible variety in geology. Oldest rocks in Snæfellsnes were formed by volcanic activity in the late Tertiary period and that structure phase ended 6 million years ago. In the Quaternary period 2 million years ago the activity ...