Umhverfisbreytingar á Nútíma í ljósi rannsókna á líf- og jarðefnafræði vatnasviða, litarefni þörunga og stöðugum samsætum í vatnaseti á Baffinlandi og Íslandi

Vatnaset geymir samfellda sögu umhverfisbreytinga og inniheldur upplýsingar um fjölda ferla sem eiga sér stað í vatninu og á vatnasviði þess. Efnafræðilegir eiginleikar lífrænna efna í setinu gefa vísbendingar um fyrri aðstæður. Vatnaset á Baffinlandi og Íslandi frá Nútíma (síðustu 11500 ár), er sér...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Florian, Christopher Roth, 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24822
Description
Summary:Vatnaset geymir samfellda sögu umhverfisbreytinga og inniheldur upplýsingar um fjölda ferla sem eiga sér stað í vatninu og á vatnasviði þess. Efnafræðilegir eiginleikar lífrænna efna í setinu gefa vísbendingar um fyrri aðstæður. Vatnaset á Baffinlandi og Íslandi frá Nútíma (síðustu 11500 ár), er sérstaklega næmt fyrir breytingum í loftslagi vegna stöðu eyjanna við og í Norður Atlantshafi og sterkrar svörunar við breytingum sem þar eiga sér stað. Litarefni þörunga í vatnaseti og samþætting algengra veðurvísa eins og stöðugra samsæta, C:N hlutfalls, og lífræns kísils var rannsakað til þess að öðlast fyllri skilning á staðbundinni loftslagssögu og lífjarðefnafræði vatnasviða. Ólíkar veðuraðstæður á heimskautasvæðum Kanada og á Íslandi á Nútíma gera okkur kleift að rannsaka og bera saman svörun veðurvísa í þessum mismunandi umhverfum. Niðurstaða þessara rannsókna á loftslagsbreytingum á Nútíma er í meginatriðum í takti við aðrar svipaðar svæðisbundnar rannsóknir, þar sem greinilegar breytingar í veðurvísum fylgja þróun loftslags. Eðli, umfang og tímasetning svörunar veðurvísa er breytileg milli staða og undirstrikar nauðsyn þess að gera grein fyrir mismunandi umhverfisþáttum hvers vatnasviðs einkum þegar draga á fram veðurfarssögu. Þessi rannsókn er sú fyrsta á hvoru svæði fyrir sig sem notar litarefni þörunga til að rannsaka og endurbyggja umhverfisbreytingar og sýnir einkennandi breytingar í þörungasamfélögum með tíma. Á Baffinlandi eru grænþörungar og háplöntur algengastar á fyrsta hluta Nútímans, en kísilgúrmagn eykst á seinni hluta Nútíma og á Litlu ísöldinni (1300 til 1900 CE). Þessu er fylgt eftir með afturhvarfi til aukinna grænþörunga og háplantna á síðustu áratugum. Þetta mynstur kemur ekki fram í íslenskum vötnum, þar sem Cyanobacteria (blágrænuþörungar) sýnir sterkustu hitastigssvörunina og er algengari á heitum tímum. Lengri tímabil án ísþekju stuðla að fullkomnari þróun árstíðabundinna þörungasamfélaga og eru talin stýra gnægð þeirra. Þessi rannsókn sýnir að þróun þörungasamfélaga í íslenskum vötnum ...