Talþjálfun í fjarþjónustu: Tilraunaverkefni Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands fyrir börn með sérþarfir

Fjarþjónusta á heilbrigðissviði hefur ekki verið áberandi í opinberri umræðu á Íslandi en síðustu ár hefur orðið breyting á. Stofnaður hefur verið starfshópur á vegum velferðarráðuneytisins sem ætlað er að efla fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og nokkur fyrirtæki eru að prófa sig áfram með fjarþj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Droplaug Heiða Sigurjónsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24797
Description
Summary:Fjarþjónusta á heilbrigðissviði hefur ekki verið áberandi í opinberri umræðu á Íslandi en síðustu ár hefur orðið breyting á. Stofnaður hefur verið starfshópur á vegum velferðarráðuneytisins sem ætlað er að efla fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og nokkur fyrirtæki eru að prófa sig áfram með fjarþjónustu, meðal annars í talmeina-, sálfræði- og heilsugæsluþjónustu. Fjarþjónusta talmeinafræðinga hefur ekki verið rannsökuð hér á landi en erlendis hefur hún verið mikið rannsökuð og benda niðurstöður til að sú þjónusta sé árangursrík og ekki síðri en þjónusta augliti til auglitis. Einnig sýna þær rannsóknir að þjónustuþegar eru ánægðir með fjarþjónustuna og telja mikla hagræðingu fólgna í að þurfa ekki að aka langar vegalengdir eftir þjónustu talmeinafræðings. Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna hvort fjarþjónusta talmeinafræðinga geti bætt þjónustu við þá skjólstæðinga Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) sem búa á landsbyggðinni (A hluti) og hins vegar að kanna stöðu talmeinaþjónustu á landsbyggðinni og viðhorf sveitarfélaga til fjarþjónustu (B hluti). Tvö börn sem tilheyra sérfræðihópi HTÍ fengu talþjálfun í gegnum fjarfundarbúnað tvisvar sinnum í viku í átta vikur. Að þjálfun lokinni voru tekin viðtöl við foreldra og starfsfólk í skólum barnanna til að fá upplýsingar um upplifun þeirra. Einnig var send spurningakönnun til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni til að kanna viðhorf þeirra til fjarþjónustu talmeinafræðinga og stöðu talmeinaþjónustu þar. Helstu niðurstöður A hluta voru að á heildina litið voru viðmælendur ánægðir með fjarþjónustuna og vildu gjarnan halda henni áfram ef kostur væri. Niðurstöður B hluta sýndu að 93,5% sveitarfélaga nýta sér að einhverju leyti þjónustu talmeinafræðings. Einungis þriðjungur fær þjónustu daglega en tæplega 50% þeirra eingöngu 1-2 í mánuði eða sjaldnar. Rúmum helmingi sveitarfélaga fannst líklegt að boðið yrði uppá fjarþjónustu talmeinafræðings ef sá kostur byðist. Svarendur spurningakönnunar og viðmælendur nefndu sem helstu kosti að fjarþjónusta ...