Ljósmæðraþjónusta á landsbyggðinni. Mikilvægi þjónustunnar og upplifun ljósmæðra af því að starfa þar

Breytingar hafa orðið á barneignarþjónustu víðsvegar um heiminn og er Ísland ekki því undanskilið. Lokanir fæðingadeilda á landsbyggðinni hafa leitt til ákveðinnar miðstýringar og nú í dag eru flestar fæðingar hérlendis á tveimur stærstum sjúkrahúsum landsins eða um 76% á Landspítalanum í Reykjavík...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heiður Sif Heiðarsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24790
Description
Summary:Breytingar hafa orðið á barneignarþjónustu víðsvegar um heiminn og er Ísland ekki því undanskilið. Lokanir fæðingadeilda á landsbyggðinni hafa leitt til ákveðinnar miðstýringar og nú í dag eru flestar fæðingar hérlendis á tveimur stærstum sjúkrahúsum landsins eða um 76% á Landspítalanum í Reykjavík og 9,5% á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessi þróun hefur leitt til skerðingar á þjónustu við þær konur sem kjósa að búa á landsbyggðinni og mikilvægt er að skoða hvernig ljósmæðraþjónustu á landsbyggðinni er háttað, ræða mikilvægi hennar og hvernig hægt er að varðveita hana og efla. Gerð var fræðileg úttekt þar sem skoðað var starf ljósmæðra á landsbyggðinni með áherslu á hvert væri mikilvægi ljósmæðraþjónustu og upplifun ljósmæðra af því að starfa þar. Einnig var farið í vettvangsferð á Sauðárkrók og tekið viðtal til að kynnast starfi og aðstæðum starfandi ljósmóður þar. Niðurstöður leiddu meðal annars í ljós að það eykur öryggi bæði móður og barns að starfandi sé ljósmóðir í heimabyggð og að útkoma og upplifun kvenna af bæði meðgöngu og fæðingu er jákvæðari. Ef kona fær ekki ljósmæðraþjónustu í sinni heimabyggð getur það reynst henni og fjölskyldu töluvert álag og einnig kostnaðarsamt að þurfa að leita annað. Ljósmæður þurfa víðtæka þekkingu og færni til að geta starfað á landsbyggðinni, þær þurfa að vera sveigjanlegar, sjálfstæðar og treysta á sjálfa sig. Það getur fylgt því mikið álag og ábyrgð að starfa ein í heimabyggð og taka sjálfstæðar ákvarðanir og þær hafa áhyggjur af því að tapa þekkingu sinni og færni meðal annars vegna fækkun fæðinga á staðnum. Rannsóknir sýna einnig að erfitt virðist vera að manna ljósmæðrastöður á landsbyggðinni. Styrkja þarf og varðveita barneignarþjónustu á landsbyggðinni, til dæmis með því að efla ljósmæðraþjónustu, með sólarhringsvakt ljósmæðra í heimabyggð þar sem ljósmæður starfa tvær saman. Nýta má þekkingu þeirra betur með því að víkka starfsvið á sviði kyn- og kvenheilbrigðis. Þörf er á frekari rannsóknum á þróun starfsviðs ljósmæðra, þverfaglegs samstarfs og vöntun á ...