Rannsókn á streitu meðal nemenda í grunnnámi við Háskóla Íslands

Streita er algengt vandamál meðal háskólanema víðsvegar í heiminum og rannsóknir benda til meiri streitu meðal þessa hóps en meðal almennings. Langvarandi streita getur haft skaðleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu og vísbendingar eru um sterk tengsl á milli streitu og sálrænnar vanlíðanar nemend...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigríður Lilja Magnúsdóttir 1991-, Valdís Ingunn Óskarsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24767
Description
Summary:Streita er algengt vandamál meðal háskólanema víðsvegar í heiminum og rannsóknir benda til meiri streitu meðal þessa hóps en meðal almennings. Langvarandi streita getur haft skaðleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu og vísbendingar eru um sterk tengsl á milli streitu og sálrænnar vanlíðanar nemenda. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna: 1) Meðalstreitustig nemenda á PSS streitukvarðanum, 2) tengsl streitustigs og mats nemenda á andlegri og líkamlegri heilsu sinni, 3) bjargráð nemenda við streitu og tengsl streitu við áhættuhegðun, 4) tengsl streitustigs og bakgrunnsbreyta, 5) tengsl streitustigs og námstengdrar streitu, 6) þörf nemenda fyrir aðstoð vegna andlegrar heilsu sinnar og helstu hindranir þess að þeir leiti sér aðstoðar. Rannsóknarsniðið var lýsandi, megindleg þversniðsrannsókn. Spurningalisti var sendur út rafrænt til allra nemenda sem skráðir voru í Háskóla Íslands á vorönn 2016. Listinn samanstóð af streitukvarðanum Perceived Stress Scale (PSS) auk spurninga um andlega og líkamlega heilsu, bakgrunnsupplýsingar, námstengda streitu og bjargráð við streitu. Svör fengust frá 419 nemendum í grunnnámi. Meirihluti þátttakenda voru konur, á aldrinum 20-24 ára, barnlausir og unnu með námi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að meðalstreitustig þátttakenda var 20,6 sem reyndist vera marktækt hærra en í almennu þýði. Hærra streitustig hafði fylgni við verra mat nemenda á andlegri og líkamlegri heilsu sinni. Nemendur með hátt streitustig voru marktækt líklegri til að nota óhjálpleg bjargráð, þ.m.t. reykingar, en nemendur með lágt streitustig. Ekki var marktækur munur á streitustigi út frá kyni, hjúskaparstöðu og vinnu með námi. Meðal þátttakenda sem áttu börn var jákvæð fylgni á milli streitustigs og fjölda barna á heimilinu. Ennfremur var marktæk fylgni á milli streitustigs á PSS og námstengdrar streitu. Tæplega helmingur þátttakenda taldi sig hafa þörf fyrir faglega aðstoð vegna andlegrar heilsu sinnar og höfðu þeir jafnframt marktækt hærra streitustig. Kostnaður var algengasta hindrun þess að nemendur ...