Forvarnir gegn sjálfsvígum ungmenna

Sjálfsvíg eru önnur algengasta dánarorsök fólks á aldrinum 15-29 ára. Á Íslandi deyja að meðaltali 6 ungmenni vegna sjálfsvíga á ári hverju. Til að fyrirbyggja þessi ótímabæru andlát þarf að beita gagnreyndum forvörnum sem nálgast málið frá mörgum hliðum þar sem áhættuþættir eru margvíslegir og engi...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Lilja Vigfúsdóttir 1993-, Guðbjörg Aðalsteinsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24765
Description
Summary:Sjálfsvíg eru önnur algengasta dánarorsök fólks á aldrinum 15-29 ára. Á Íslandi deyja að meðaltali 6 ungmenni vegna sjálfsvíga á ári hverju. Til að fyrirbyggja þessi ótímabæru andlát þarf að beita gagnreyndum forvörnum sem nálgast málið frá mörgum hliðum þar sem áhættuþættir eru margvíslegir og engin ein nálgun hefur áhrif ein og sér. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða hvaða forvarnir gegn sjálfsvígum ungmenna hafa sýnt árangur samkvæmt rannsóknum, hvaða verkefni eru notuð á Íslandi og hvort þau styðjist við gagnreynda þekkingu. Skoðaðar voru rannsóknir og greinar sem fjölluðu um sjálfsvíg ungmenna og forvarnir gegn þeim, árangur forvarnanna og hvernig skuli beita þeim. Forvarnirnar voru flokkaðar niður í altækar, valkvæðar og viðbragðs forvarnir eftir því að hverjum þeim er beint. Niðurstöðurnar sýndu að með markvissum forvörnum má fækka sjálfsvígum ungmenna. Sumar gerðir forvarna hafa verið rannsakaðar meira en aðrar með tilliti til beinna áhrifa á sjálfsvígstíðni. Því er þörf á frekari rannsóknum. Á Íslandi hefur ýmsum forvörnum gegn sjálfsvígum ungmenna, úr öllum þremur flokkunum, verið beitt. Þó má enn gera betur á þessu sviði, til dæmis með aukinni skimun á sjálfsvígshættu innan heilsugæslunnar, bættum verklagsreglum um skimun á heilbirgðisstofnunum og áframhaldandi fræðslu til hliðvarða vítt og breitt um landið. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar sinni forvörnum gegn sjálfsvígum ungmenna, þekki áhættuþætti og vísi ungmennum í sjálfsvígshættu í viðeigandi þjónustu. Snemmtæk inngrip eru lykilatriði í að fyrirbyggja sjálfsvíg og hjúkrunarfræðingar á sviði skólahjúkrunar, heilsugæslu og geðheilbrigðis-kerfisins eru í góðri aðstöðu til að sinna forvörnum. Lykilorð: Sjálfsvíg, ungmenni, forvarnir og áhættuþættir. Suicide is the second leading cause of death for people aged 15-29. Every year in Iceland approximately 6 young persons die from suicide. To prevent these untimely deaths, research based prevention that approach the subject from many sides is needed, because the risk factors are ...